Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 48

Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 48
46 ÚRVAL ingum sínum. Hann hafði séð við öllum erfiðleikum á því að vinna í slíkri hæð — t. d. svima- hættu og vindhættu, sem ógnaði verkamönnunum. Hann notaði aðferðir, sem mörgum árum seinna voru almennt teknar upp. Stál- og steinsteypu undirstöð- urnar, sem báru uppi bogana fjóra, voru fyrirrennarar hinna járnbentu steinsteypu undir- staða, sem nú eru gerðar. Áður en átta mánuðir voru liðnir frá opnun turnsins í maí 1889 höfðu næstum tvær millj- ónir manna komið upp í hann. ,,Hið viðurstyggilega afskræmi“ varð stolt borgarinnar. Tekjurn- ar af turninum borguðu lánin, sem tekin höfðu verið til bygg- ingarinnar, og í 20 ár eftir það var Eiffel einkaeigandi hans. Á hverju ári síðan hafa um milljón gestir komið í turninn og greitt aðgangseyri. Rétt undir efsta pallinum í turninum hafði Eiffel látið gera sér litla íbúð. Einn af fyrstu gestum hans þar var Thomas Edison, sem skrifaði í „Gullbók“ turnsins: „Til Eiffel verkfræð- ings, hins stórhuga byggingar- meistara þessa volduga og frum- iega mannvirkis." Árið 1894 dró Eiffel sig í hlé frá störfum í fyrirtæki sínu og breytti turninum í rannsóknar- stöð fyrir eðlisfræði. Þar hóf hann tilraunir sínar í loft- straumafræði (aerodynamik), sem gáfu honum hugmynd að byggingu blástursganga þar sem hann gat sett upp líkan af byggingum til að mæla stöðug- leik þeirra í stormi. Hálfáttræð- ur birti hann niðurstöður af til- raunum sínum, sem gerðu verk- fræðingum kleift að reikna ná- kvæmlega út vindmótstöðu byggingar og hvað minnst er hægt að komast af með af stál- grindum. Voru þessar niður- stöður ómetanlegar fyrir þá sem byggðu fyrstu skýjakljúfana. Eiffel naut nú lífsins meir en nokkru sinni fyrr. Hann keypti sér einn af fyrstu bílunum, sem smíðaðir voru í Frakklandi og brunaði í honum eftir götum Parísar milli turnsins og vind- rannsóknarstöðvarinnar. Fjöl- skyldan mótmælti þessum glannaskap áttræðs öldungs, en Bon-Papa brosti. „Maður er ekki ungur nema einu sinni,“ sagði hann. Þegar Eiffel var 89 ára lýsti hann yfir, að héðan í frá ætl- aði hann að helga sig ritstörf- um. Á næstu tveim árum skrif- aði hann þrjár bækur. Hinn 15. desember 1923 var Eiffel 91 árs. Afmælið var hald- ið hátíðlegt, en Eiffel kenndi lasleika og fór snemma að hátta. Hann fór ekki á fætur aftur. Tólf dögum síðar var hinn aldni verkfræðingur látinn. Eiffelturninn er ekki eini minn- isvarði þessa stórhuga og mikil- virka byggingarmeistara: um allan heim eru byggingar, sem bera vitni snilligáfu hans, fram- sýni og stórhug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.