Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 48
46
ÚRVAL
ingum sínum. Hann hafði séð
við öllum erfiðleikum á því að
vinna í slíkri hæð — t. d. svima-
hættu og vindhættu, sem ógnaði
verkamönnunum. Hann notaði
aðferðir, sem mörgum árum
seinna voru almennt teknar upp.
Stál- og steinsteypu undirstöð-
urnar, sem báru uppi bogana
fjóra, voru fyrirrennarar hinna
járnbentu steinsteypu undir-
staða, sem nú eru gerðar.
Áður en átta mánuðir voru
liðnir frá opnun turnsins í maí
1889 höfðu næstum tvær millj-
ónir manna komið upp í hann.
,,Hið viðurstyggilega afskræmi“
varð stolt borgarinnar. Tekjurn-
ar af turninum borguðu lánin,
sem tekin höfðu verið til bygg-
ingarinnar, og í 20 ár eftir það
var Eiffel einkaeigandi hans. Á
hverju ári síðan hafa um milljón
gestir komið í turninn og greitt
aðgangseyri.
Rétt undir efsta pallinum í
turninum hafði Eiffel látið gera
sér litla íbúð. Einn af fyrstu
gestum hans þar var Thomas
Edison, sem skrifaði í „Gullbók“
turnsins: „Til Eiffel verkfræð-
ings, hins stórhuga byggingar-
meistara þessa volduga og frum-
iega mannvirkis."
Árið 1894 dró Eiffel sig í hlé
frá störfum í fyrirtæki sínu og
breytti turninum í rannsóknar-
stöð fyrir eðlisfræði. Þar hóf
hann tilraunir sínar í loft-
straumafræði (aerodynamik),
sem gáfu honum hugmynd að
byggingu blástursganga þar
sem hann gat sett upp líkan af
byggingum til að mæla stöðug-
leik þeirra í stormi. Hálfáttræð-
ur birti hann niðurstöður af til-
raunum sínum, sem gerðu verk-
fræðingum kleift að reikna ná-
kvæmlega út vindmótstöðu
byggingar og hvað minnst er
hægt að komast af með af stál-
grindum. Voru þessar niður-
stöður ómetanlegar fyrir þá sem
byggðu fyrstu skýjakljúfana.
Eiffel naut nú lífsins meir en
nokkru sinni fyrr. Hann keypti
sér einn af fyrstu bílunum, sem
smíðaðir voru í Frakklandi og
brunaði í honum eftir götum
Parísar milli turnsins og vind-
rannsóknarstöðvarinnar. Fjöl-
skyldan mótmælti þessum
glannaskap áttræðs öldungs, en
Bon-Papa brosti. „Maður er ekki
ungur nema einu sinni,“ sagði
hann.
Þegar Eiffel var 89 ára lýsti
hann yfir, að héðan í frá ætl-
aði hann að helga sig ritstörf-
um. Á næstu tveim árum skrif-
aði hann þrjár bækur.
Hinn 15. desember 1923 var
Eiffel 91 árs. Afmælið var hald-
ið hátíðlegt, en Eiffel kenndi
lasleika og fór snemma að hátta.
Hann fór ekki á fætur aftur.
Tólf dögum síðar var hinn
aldni verkfræðingur látinn.
Eiffelturninn er ekki eini minn-
isvarði þessa stórhuga og mikil-
virka byggingarmeistara: um
allan heim eru byggingar, sem
bera vitni snilligáfu hans, fram-
sýni og stórhug.