Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 58
Afangi á framfarabraut visindanna. VI.
FREUD —
faðir sálkönnunarinnar
Grein úr „Science Digest“,
eftir I.e,onard Engel.
DAG NOKKURN fyrir um það
bil 65 árum skýrði kunnur
læknir í Vín, Josef Breuer að
nafni, ungum starfsbróður sín-
um frá merkilegu fyrirbrigði,
sem hann hafði kynnzt í starfi
sínu. Ung kona, sem þjáðist af
móðursýkislömun, hafði í dá-
leiðslu sagt frá margvíslegri
þungbærri tilfinningareynslu,
sem hún hafði orðið fyrir mörg-
um árum áður — reynslu, sem
bersýnilega var tengd sjúkdóms-
einkennum hennar, en sem hún
mundi ekki eftir í vöku. Og þeg-
ar hún hafði skýrt frá þessari
reynslu sinni, hvarf lömunin.
Þeir félagar athuguðu nokkra
fleiri sjúklinga, sem þjáðust af
móðursýskislömun. Og einnig
hjá þeim fundu þeir, að grafin
og gleymd reynsla var rótin að
veikindum þeirra.
Dr. Breuar sneri sér brátt aft-
ur að almennum læknisstörfum;
nafn hans er aðeins neðanmáls-
nóta í sögu læknisfræðinnar.
Hinn læknirinn, Sigmund Freud,
hélt áfram að rannsaka hinn
undarlega, leynda hluta hugans,
sem ber hina þungu byrði
,,gleymdra“ endurminninga. Þær
rannsóknir urðu grundvöllur
nýrra kenninga um mannshug-
ann og nýrra aðferða við lækn-
ingu geðsjúkdóma, sem Freud
kallaði psychoanalysis (sálkönn-
un). Þessar kenningar ollu bylt-
ingu í sálfræði og skipuðu höf-
undi sínum sess meðal fremstu
afreksmanna 20. aldarinnar —
en um leið varð hann sennilega
meira og ákafar umdeildur en
nokkur annar maður á þessari
öld.
Enn í dag eru uppgötvanir og
kenningar Freuds deiluefni.
Margir taugalæknar hafna ýms-
um atriðum í kenningum hans
um persónleika mannsins, og
lækningaaðferðir hans hafa ekki
reynzt óbrigðular.
Eigi að síður munu fáir menn
hafa haft meiri áhrif á hug-