Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 5

Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 5
TILVERAN I NÝJU LJÖSI 3 Huxley hefur sem einkunnar- orð fyrir bók sinni tilvitnun eft- ir William Blake: „Ef dyr skynjunarinnar væru hreinsað- ar, mundi allt birtast mannin- um eins og það er: óendanlegt“. Hann telur sjálfur, að sér hafi auðnast að sjá í gegnum þessar dyr, jafnvel stíga yfir þröskuld þeirra. Og eftir þessa reynslu var hann, að því er hann sjálf- ur segir, breyttur. „Sá sem kem- ur aftur út um Dyrnar á Veggn- um verður aldrei sami maður- inn og sá sem fór inn um þær,“ segir hann. „Hann verður vitr- ari, en ekki eins sjálfsöruggur, hamingjusamari en ekki eins sjálfumglaður, hógværari í vit- undinni um fáfræði sína, og þó betur fær um að skilja samband orða og hluta . . . “ Klukkan ellefu fyrir hádegi á sólbjörtum maídegi árið 1953 gleypti Huxley tíu sentigrömm af gervimeskalín með hálfu glasi af vatni. Klukkan hálf eitt fann hann fyrstu greinilegu á- hrifin. „Ég horfði á glervas- ann,“ sagði hann. „Það voru aðeins þrjú blóm í honum — ein „Belle of Portugal“ rós í fullum blóma, ljósrauð með heit- ari, logaskærari blæ efst á hverju krónublaði; stór, krem- gul nellika, og á brotnum stöngli Ijósfjólublátt írisblóm. Fyrr um morguninn hafði athygli mín beinzt að hinu mikla misræmi í þessum litum. En það skipti nú ekki lengur máli. Eg horfði ekki lengur á óvenjulega niðurröðun blóma. Ég sá það sem Adam sá á morgni sköpunar sinnar: und- ur hinnar nöktu tilveru, sem endurtók sig í sífellu. „Er þetta þægilegt?" spurði einhver. (IVTeðan þessi hluti tilraunar- innar fór fram voru öll samtöl hljóðrituð, og hef ég því getað rifjað upp það sem sagt var.) „Hvorki þægilegt né óþægilegt," svaraði ég. „Það er bara.“ Einni stundu áður en þetta gerðist hafði Huxley skynjað gyllt Ijós sem dönsuðu hægt fyr- ir sjónum hans, og tóku stöðugt á sig nýjar myndir. En þessara fyrirbrigða, sem og annarra „innri sýna“, er honum birtust, fannst honum lítið til koma. Það voru breytingarnar í hinum ytra heimi, sem einkum höfðu áhrif á hann. Litirnir öðluðust meiri dýpt og gildi en áður. Frá blóm- um og bókum geislaði einskonar „innra ljósi“. Tíminn hætti að skipta máli. „En rúmið?“ spurði stjórnandi tilraunanna, sem á- samt konu Huxleys og vini var í stofunni. Einnig það virtist hafa glatað gildi sínu. „Fjar- lægðir hættu að skipta máli. Ég sá bækurnar í skápnum, en lét mig engu skipta stöðu þeirra í rúminu. Það sem ég sá, það sem knúði á huga minn var sú stað- reynd, að þær geisluðu frá sér lifandi Ijósi og að dýrðin birt- ist meira í sumum en öðrum. Þriðja víddin skipti í þessu sam- bandi ekki máli. Rúmskynjun mín var að sjálfsöguð enn lif- andi. Ég gat staðið upp og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.