Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 33
TATARAR I EVRÖPU
31
kjafturinn". Einnig fylgir tatör-
unum sérstök líkamslykt, sem
ekki er talin stafa af skorti á
þrifnaði eða notkun ilmefna.
Þess eru dæmi, í löndum þar
sem mikið er um tatara, að
hundar hafi verið þjálfaðir í að
þefa uppi tatara, og hafa þeir
fundið tataraþef á slóðum, þar
sem tatarar voru, mörgum vik-
um eftir að þeir hurfu á brott.
Jafnvel í þeim löndum þar
sem tatarar eru fáir eru þeir
aldrei einir á ferli. Fjölskyldu-
samheldnin er sterkari en hjá
nokkrum öðrum þjóðflokki, og
án efa er það mest henni að
þakka, að tatarar hafa ekki
blandast gistiþjóðum sínum. Ella
væru þeir löngu útdauðir sem
kynþáttur.
Atvinnu- og lifnaðarhættir
tataranna hafa einnig átt sinn
þátt í að draga að sér athygli
annarra. Söngur og hljóðfæra-
leikur, hrossaprang lófalestur
og tinhúðun hefur löngum verið
helzta iðja þeirra. En breyttir
tímar hafa gert þessi frumstæðu
störf úrelt. Hrossaprang er ekki
lengur arðbær atvinna, í stað
koparkatla og potta eru nú kom-
in alúmíníum búsáhöld, og hin-
ar ungu stúlkur nútímans eru
að mestu hættar að láta tatara-
konur spá fyrir sér, í stað þess
leita þær rómantík sinni svöl-
unar í ástarsögum hinna mynd-
skreyttu vikublaða.
Ungverjar hafa gert nokkrar
tilraunir til að búfesta tatarana.
En þær tilraunir hafa aðeins
valdið vonbrigðum. Sem flökku-
menn virðast tatarar þola hið
ótrúlegasta harðræði, en reglu-
bundin vinna og f öst búseta virð-
ast heilsu þeirra ofraun. Reynt
hefur verið að ala tatarastúlk-
ur upp sem þjónustur, en þær
hafa oftast veslast upp. Tatör-
um hafa verið fengnar í hendur
jarðir til búreksturs, en það hef-
ur ekki blessast. En þeir geta
leikið á hljóðfæri, enda eru
margar kunnar tatarahljóm-
sveitir í Ungverjalandi.
Saga tataranna 1 Evrópu hef-
ur verið æðimisjöfn. Þeir hafa
víst ekki alltaf verið fyrirmynd-
arborgarar, að minnsta kosti
ekki frá sjónarmiði yfirvald-
anna. Sumt í fari þeirra er ekki
hrósvert, en aðrar þjóðir hafa
líka sína galla. Tatararnir hafa
einnig miðlað menningu gisti-
þjóða sinna ýmsu verðmætu,
sem ekki verður metið í pening-
um eða loknu dagsverki. I lönd-
um þar sem þeir eru fjölmenn-
ir hafa þeir skapað sérstæða
ljóðagerð og auðgað tónlistar-
lífið. Dansar þeirra eru frum-
leg og sérstæð þjóðlist. En hið
mikilvægasta, sem tatararnir
hafa miðlað menningunni, er erf-
iðast að skilgreina, af því að
það er eins og fiðrildið: fegurð
þess og gildi birtist aðeins á
fluginu, á líðandi stund. Þeir
eru einskonar einbúar í þjóðar-
hafinu, og það getur verið hollt
fyrir okkur að huga að því
hvernig þeir hafa leyst ýmis
vandamál, sem okkur hafa