Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 68

Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 68
66 ÚRVAL frá sér djúpan, hljómmikinn tón, jafnframt fann hann greinilega, að hún titraði í höndum hans. Hinar hellurnar gáfu einnig frá sér hljóm þeg- ar slegið var á þær. A safninu í París hefur hell- unum nú verið raðað eins og líklegt er að þeim hafi verið komið fyrir í fornöld: á tvo mjóa trélista. Þannig er hægt að leika á þær eins og xylófón. Sérfræðingar í tónlist, sem skoðað hafa þessar syngjandi hellur, hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að sjö þeirra eigi saman og hafi verið raðað eft- ir svokölluðum pentatóniskum tónstiga, sem tíðkast á Java. Þrjár hellurnar voru hluti af öðru hljóðfæri með öðrum tón- stiga. Ellefta hellan var skemmd. Það er hægt að leika allskonar lög á þetta stein- hljóðfæri, og ekki þarf að slá nema laust á hellurnar til þess að fá þær til að syngja. Það er merkilegt að fá þarna sönnur á, hve ævafornir þess- ir sérstöku tónstigar og tón- kerfi Suðaustur-Asíu eru. Stein- hljóðfæri þetta mun vera elzta hljóðfæri, sem fundizt hefur. Það er frá miklu eldra menningarskeiði en hin víð- kunna harpa með gyllta geit- hafurshöfðinu, sem enski forn- minjafræðingurinn Wooley fann í hinum babýlonísku kon- ungagröfum í Úr. Aðferðin við vinnslu þessara steinhhellna er kunn. Hún tíðkaðist hjá stein- aldarþjóðflokki, sem lifði í Indókína frá því um 9000 til 4000 f. Kr. Þessi þjóðflokkur, sem var af hinum svonefnda Bacsonkynþætti, gerði sér gróf og frumstæð steináhöld úr sömu steintegund og hellurnar í hljóðfærinu — einskonar hraungrýti, sem breytzt hefur undir fargi jarðskorpunnar þannig að það er tiltölulega auðunnið, en þó endingargott. Mikla nákvæmni hefur þurft til að sníða til og „stemma“ hellurnar. Sjá má á þeim, að meitlaðar hafa verið úr þeim örlitlar flísar þangað til feng- inn hafði verið hinn rétti tónn. Lengstu og þyngstu plöturnar gefa raunar ekki frá sér dýpstu tónana. Þéttleiki efnisins virð- ist ráða meiru um tónhæðina en stærðin, þó að hún hafi einn- ig nokkuð að segja. Sumar hellurnar eru örlítið ávalar. Það er í rauninni merkilegt íhugunarefni, að þessi steinald- arþjóð, sem lifði í svo mildu loftslagi og frjósömu landi, að hún komst af með grófgerð steináhöld, skuli hafa lagt á sig erfiði og fyrirhöfn í þágu menningar og lista. — Magasinet. Andremma. Andremma er kvilli, sem mörgum hefur orðið til ama. Sá sem haldinn er þessum kvilla veit sjaldan af því sjálf- ur, því að hann finnur ekki óþefinn út úr sér, en hann verð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.