Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 77
HELSTRlÐ LOUIS SLOTIN
75
stundu sem keðjuverkunin var
í gangi.
Áður en klukkustund var lið-
in frá slysinu voru þeir félagar
allir komnir í sjúkrahús Los
Alamos til rannsóknar. Næstur
X hafði staðið 54 ára gamall
tæknifræðingur, um sex fet frá
skrifborðinu. Hann hafði fengið
100 röntgena skammt. — Hann
sýndi nokkur einkenni um
geislaveiki, m. a. mældist geisla-
virkt natríum og fosfór í þvagi
hans. En hann kenndi sér einsk-
is meins. Hinir sem fjær stóðu
sluppu enn betur.
En X, sem horft hafði yfir
öxl Slotins, var ekki eins hepp-
inn. Hann fékk 180 röntgena
skammt. Á fimmta degi hækk-
aði blóðhiti hans upp í 39,5°, og
þurfti tvisvar að gefa honum
blóð. Hann var máttlaus og
taugaóstyrkur, en hitinn féll
smám saman, og á 15. degi var
hann orðinn það frískur, að
hann gat farið heim.
En gammgeislamir höfðu
ekki lokið hervirki sínu. X hafði
létzt um tíu pund, og eftir að
hann kom heim var hann svo
máttfarinn, að hann gat ekki
verið á fótum nema 8 tíma á
dag. Á 17. degi fór höfuðleðrið
vinstra megin — þeirri hliðinni,
sem snúið hafði að geislunum
— að verða aumt viðkomu. Juk-
ust þessi eimsli unz hann hætti
að þola hina minnstu snertingu.
Á 20. degi, þegar hann var að
greiða sér, datt hárið af í flyks-
um. Bráðlega var næstum allt
hár dottið af honum vinstra
megin, og einnig skeggið á
vinstri vanga. Hann varð einn-
ig ófrjór um tíma — en það er
algengt einkenni ofgeislunar. Öll
voru þessi einkenni þó aðeins
tímabundin — eina varanlega
meinið sem hann hlaut af of-
geisluninni var örlítið vagl á
vinstra auga.
En ekki er vafi á þvi, að X
hefur verið hætt kominn. Um
Louis Slotin, sem hann á líf sitt
að launa, hefur hann skrifað:
„Þegar við vorum orðnir einir
í sjúkrastofu spítalans sagði
Slotin: „Mér þykir leitt, að ég
skyldi leiða þig út í þetta. Ég
er hræddur um, að litlar líkur
séu til að ég lifi þetta af, ég
vona að þú sleppir betur.“ Ég
var á svipaðri skoðun og hann.“
Slotin kastaði tvisvar upp áð-
ur en hann kom á spítalann, og
næstu tólf tíma var hann með
stöðuga uppsölu. Svo hvarf ó-
gleðin og önnur einkenni voru í
fyrstu aðeins örlítill hiti og
magnleysi.
Hendur hans höfðu auðvitað
fengið stærstan geislaskammt.
Þrem tírnum eftir slysið tók
vinstri hönd hans að roðna og
bólgna. Seinna komu á hana
blöðrur og breiddust þær upp
eftir handleggnum. Eins fór um
hægri höndina. Kviðarholið
roðnaði einnig og varð við-
kvæmt, breiddist sá roði út og
magnaðist.
Að þessum staðbundnu ein-
kennum slepptum virtist al-