Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 96
94
tJRVAL,
áður, en það var eðlileg hræðsla,
hræðsla við að skrokkurinn yrði
fyrir skakkaföllum. Þetta er allt
annað — ég get ekki ráðið við
það.“
„Hefur þú sagt Rústu frá
þessu?“
„Það hefði enga þýðingu. Hún
hræðist ekkert — hvorki dauð-
ann né djöfulinn." Hann reis
á fætur. Það var eins og hon-
um væri um megn að sitja kyrr
stundinni lengur. „Ef það væri
ekki hennar vegna, þá myndi ég
fara héðan,“ sagði hann. „Ég
myndi fara eitthvað vestur og
reka benzínstöð meðan ég væri
að jafna mig. En þetta tækifæri
býðst ekki oftar. Og auk þess
væri það illa gert af mér. Hún
giftist hermanni en ekki raggeit.
Og hún hefur skapað sér at-
vinnu hér — ágæta atvinnu —.
Guð minn góður, mér finnst ég
vera svo mikill auli —“
Mér gafst ekki tími til að
svara, því að í næstu andrá opn-
uðust dyrnar og Dóra birtist í
gættinni. Hún var í regnkápu og
hafði dregið hettuna yfir Ijóst
hárið. Regnvott andlitið, sem
gægðist undan hettunni, var eins
og saklaust og elskulegt barns-
andlit.
1 fyrstu tók hún ekki eftir
mér. Hún horfði á manninn sem
stóð andspænis henni. „Jim —“
sagði hún.
Hann hlýtur að hafa varað
hana við með einhverju móti,
og ég verð að játa, að henni
tókst prýðilega að koma sér úr
klípunni. „Okkur Phil langaði til
að bjóða þér að borða með okk-
ur,“ sagði hún. „Við vissum að
Rústa var að vinna. okkur datt
í hug að þú værir kannski ein-
mana —“ Hún leit brosandi til
mín. „Þér komið auðvitað líka.“
Jim einblíndi á hana. „Ég á
eftir að lesa svo mikið, Dóra,“
sagði hann. „Ég verð að minnsta
kosti að reyna að lesa. En ég
þakka þér fyrir boðið.“ Svo
bætti hann við með áherzlu: „Ég
þakka ykkur báðum.“
Að vísu var þeim ljóst að ég
stóð þarna hjá þeim, en samt
var eins og þau gleymdu því.
Satt að segja vissi ég ekki hvað
ég átti af mér að gera. Ég þótt-
ist vita að þau óskuðu einskis
fremur en að ég færi, en ef ég
gerði það, myndi það aðeins
verða til þess að flýta fyrir úr-
slitunum, sem voru yfirvofandi,
enda þótt þau gerðu sér ekki
grein fyrir því. Þegar til kom
þurfti ég ekki að taka neina
ákvörðun. Rústa stóð allt í einu
í dyrunum, rennvot og veður-
barin — og hlæjandi. Hafi
henni þótt eitthvað grunsamlegt,
þá lét hún að minnsta kosti ekki
á því bera.
„Almáttugur, hvað ég er fegin
að vera komin heim! Ég losnaði
snemma. Veizlan er enn í full-
um gangi.“ Hún stakk hendinni
undir handlegg Dóru. „Við skul-
um ráðast á ísskápinn, ljúf-
an mín. Ég rakst á mann-
inn þinn, hann var að koma út