Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 36
34
ÚRVAL
hugkvæmzt að segja manni um
ónáttúrlegt meðgönguástand,
þegar það veit að maður er með
barni.
Á öðrum mánuði fékk ég í
hendur bók, sem taldi sig hafa
að geyma allan fróðleik um
barnshafandi konur. Hún dró
upp þvílíka skelfingarmynd af
ástandinu, að mér var allri lok-
ið. Ég las um morgunuppsölu og
matarógeð, um brjóstsviða,
eggjahvítu í þvagi og löngun til
að éta sand, um krampa, utan-
legsfóstur og margt fleira, sem
lýst var með hinum hryllilegustu
ljósmjmdum, þangað til ég
fleygði í sjálfsvörn frá mér bók-
inni. Ef ég átti á hættu að eitt-
hvað af þessu kæmi fyrir mig,
eða kannski allt saman, þá var
bezt að vita sem minnst um
það fyrir fram.
Nú er meðgöngutími minn
senn á enda án þess að ég hafi
nokkurn tíma haft morgunupp-
sölu eða étið sand. Ég fór því
að blaða í þessari bók af tur fyrir
nokkrum dögum til þess að at-
huga hvort ég hefði mislesið
eitthvað í fyrra skiptið. Og sjá,
þama stóð, og það meira að
segja með skáletri: flestar fœð-
ingar hafa e&lilegan gang, án
þess nokkuð komi fyrir. En
því miður var þessi skáleturs-
klausa á öftustu síðu, með að-
vömnum í bak og fyrir, Svo
langt hafði ég ekki komizt í
lestrinum í fyrra skiptið, og láir
mér það væntanlega enginn.
En á það er hvergi minnzt,
að meðgangan getur verið tími
hamingju og auðlegðar, styrks
og innri samkenndar, að litla
veran, sem vex inni í manni get-
ur vakið hjá manni áður óþekkta
samkennd með öllu, sem lifir
og vex. Það eitt að vita þetta,
er til þess fallið að beina manni
á rétta braut, en lýsingar í hroll-
vekjustíl eru til þess eins falln-
ar að ala á ímyndunarveiki í
okkur.
Til allrar hamingju em hvorki
Mikael né læknirinn minn sama
sinnis og bókarhöfundur. Lifið
eins og þér hafið gert, sagði
læknirinn þegar ég kom til hans
í fyrsta skipti. Stundið vinnu
yðar og borðið og drekkið eins
og áður. Gleymið bara ekki að
taka lýsi á hverjum degi og
þvagpmfu hálfsmánaðarlega.
Og þeim ráðum hef ég fylgt
trúlega.
Nú borðum við Mikael að vísu
meira af ávöxtum og grænmeti
en almennt gerist, og drekkum
mikla mjólk, og kemur því af
sjálfu sér, að mataræði mitt
er svipað því sem barnshafandi
konum er ráðlagt. Áfengi og
sígarettur hef ég aldrei verið
mikið fyrir, og hefur það ekki
breytzt.
Ég stunda vinnu mína eins og
venjulega, þó að ég sé komin á
síðasta mánuð, og annast heim-
ilið með húshjálp einu sinni í
viku. Það er aðeins á ferðalög-
um, sem ég hef stundum orðið
hálfsmeyk um að bamið kæmi
meðan ég væri í lestinni, en