Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 88

Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 88
86 tíRVAL verst við mig. Ég barði að dyr- um. Það var ekki opnað strax og ég bjóst hálft í hvoru við að Dóra og Phil hefðu farið út að verzla. En þögnin var kynleg — eitthvað hikandi og uggvænleg — og allt í einu opnuðust dyrn- ar, eins og eftir skyndilega á- kvörðun. Það var Dóra, sem opnaði. Hún var brosandi. Jim Farr sat á stól við eldhúsborð- ið. Ég hef alltaf álitið mig slyng- an í að leyna því sem mér býr í huga, og ég hélt að ég þyrfti þess við nú. En þess gerðist ekki þörf. Bros Dóru var svo rólegt og öruggt og Jim brosti líka til mín sínu venjulega dul- arfulla brosi. „Guði sé lof að það var ekki Rústa,“ sagði hann. „Ef hún kemst að því að ég get ekki drukkið kaffið sem hún setur á hitabrúsann, þá hættir hún að vinna úti. Þegar Phil og Dóra fréttu að ég væri slæmur í mag- anum, buðu þau mér að drekka kaffið hjá sér.“ Svo að Phil vissi þá af þessu. „Allt í lagi,“ sagði ég, „gefið mér kaffibolla og ég skal stein- þegja.“ „Svei mér ef þetta er ekki hálfgerð hótun!“ sagði hann í glensi og við hlógum báðir. Við vorum aftur orðnir eðlilegir í framkomu. Það var ánægjulegt að sitja þarna í litla, bjarta eldhúsinu hjá þeim. Enda þótt húsin væru öll eins, var einkennilegt hve mis- munandi svip þau höfðu fengið af íbúunum — hús Dóru var þokkalegt og snoturt eins og hún sjálf, málað mildum litum og húsgögnin ódýr og smekkleg — gerólík skraninu heima hiá Rústu. Hér var allt eins og það átti að vera. Ég fann hve Jim var þreyttur — þreyttur á sálinni — og hve erfitt hann átti með að taka bækurnar sínar og fara. Við urðum samferða að skrif- stofunni minni, þar leit hann um öxl og veifaði til grann- vöxnu konunnar sem stóð á svölunum. Hann hefur víst allt- af veifað til hennar og hún hef- ur alltaf beðið eftir honum. „Phil er einn af þeim ham- ingjusömu,“ sagði Jim. „Og það ert þú líka,“ sagði ég. En ég hefði kannski ekki átt að segja þetta, því að hann horf ði hvasst á mig eins og hann vildi láta mig skilja að mér kæmi þetta ekkert við. En rödd hans var vingjarnleg og blátt áfram. „Það segir þú satt“, sagði hann. * Þennan sama morgun rakst ég á Rústu; hún var að koma út úr matsölunni þar sem hún vann. Hún var dugnaðarforkur og mesta óhemja, en mér féll vel við hana — betur en við marga aðra. Hún kom til dæm- is ekki fram við mig eins og ég væri gamall vesæll karlfausk- ur. Hún leit á mig sem jafningja, sem hún gæti rifist við eða rætt við í bróðerni eftir atvikum. Nú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.