Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 18
16
ÚRVAL
sér í sambönd og troða sér, án
nokkurs samvizkubits, fram úr
þeim sem voru eldri í þjónust-
unni en hann. En þeir sem vildu
kornast áfram, urðu að vera
lausir við vandamál í einka-
lífi sínu. Miklum fyrirætlimum,
sem lengi höfðu legið geymdar,
skaut nú upp í huga hans. í
dag trúði hann á mátt sinn til
að framkvæma þær.
Undir lokunartíma var hann
farinn að flauta þar sem hann
sat í skrifstofu sinni. f gegnum
glerhurðina sá hann, að stúlk-
urnar sneru sér undrandi við í
sætum sínum. Þær voru ekki
vanar að sjá hinn stranga hús-
bónda sinn svo kátan.
Hann sat í sporvagninum á
heimleið og nálgaðist þau eins
og óumflýjanleg örlög. Það
hafði aldrei fyrr komið til rifr-
ildis miili hans og Esterar, ekki
hafði þurft annað en hann
byrsti röddina til þess að grát-
viprur kæmu í munnvik henn-
ar. Það var hin sígilda vörn
konunnar, sumir menn létu
konutár kúga sig alla ævi.
Það skyldi aldrei henda hann.
Nú var því lokið. Án miskunn-
ar ætlaði hann að höggva orð
úr reiðiþrungnu hjarta sínu og
reka ósýnilegan rýting milli
hennar og drengsins. Sárbeitt
sannleiksorð. I bliki þeirra
mundi barnið sjá, að enga vernd
var lengur að finna hjá móður-
inni. Og á samri stundu myndi
þyngdarpunkturinn í lífi hans
flytjast til hins sterkari. Hann
undirbjó í huganum aðferðina,
sem hann ætlaði að nota. Hann
ætlaði að byrja í rólegum og
vingjarnlegum tón, en þó ein-
beittur, og breyta síðan skyndi-
lega um rödd og hefja sig upp
I hið hreina frelsandi loft reið-
innar og valdsins. Þegar þeim
væri öllum lokið, ætlaði hann
að snúa við blaðinu og taka
drenginn á kné sér: lofarðu svo
pabba því að passa dótið þitt
framvegis? Gott og vel, þá töl-
um við ekki meira um rýting-
inn!
TTANN leit til himins þegar
hann steig út úr sporvagn-
inum, það var blár vorhiminn.
Köld vindstroka kom á móti
honum þegar hann gekk fyrir
hornið og veginn heim. Án þess
að flýta sér, beinn og öruggur
í fasi.
Skyndilega nam hann staðar.
Drengurinn kom hlaupandi á
móti honum, rjóður í kinnum.
Augu hans ljómuðu af gleði:
,,Pabbi,“ sagði hann másandi,
,við erum búin að finna rýting-
inn, ég hafði gleymt honum uppi
hjá Preben.“
Þetta kom eins og reiðar-
slag. Hann starði á son sinn og
sé í öxlunum. Eitthvað hrundi
innra með honum eins og spila-
borg. Hönd hans krepptist
ósjálfrátt utan um hönd drengs-
ins.
,,Það var gott,“ sagði hann
hljómlausri röddu. Hjarta hans
sló óreglulega, eins og hann