Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 49
Sænskur blaðamaður segir í
eftirfarandi grein
frá ýmsu —
Um þjóðtrú og gimsteiua
Grein úr „Hörde Ni“,
eftir Björn TUlberg.
ÍHOPETOWN í nánd við
Gulafljótið í Suður-Afríku
bjó bóndi með konu sinni og
syni. Sonurinn lék sér að falleg-
um steinum, sem hann fann á
ströndinni. Dag nokkurn — það
var árið 1860 — f ann hann stein,
sem ljómaði og ghtraði meira
en aðrir steinar. Hann hljóp með
hann heim til mömmu sinnar og
hún sýndi hann nágranna sín-
um, sem varð stórhrifinn — og
það því fremur sem hann fékk
steininn að gjöf. Steinninn hóf
nú ferð sína f rá manni til manns
og hafnaði loks í Grahamstown
hjá lækni nokkrum, Atherstone
að nafni, sem úrskurðaði eftir
ítarlega rannsókn, að þetta hlyti
að vera demant. Þetta var fyrsti
demanturinn sem fannst á meg-
inlandi Afríku, og árið eftir var
hann sýndur á heimssýningunni
í París og vakti mikla athygli.
Hann var seldur fyrir 500 sterl-
ingspimd.
Með þessinn fundi hófst ævin-
týralegur og oft á tíðum blóð-
ugur kafli í sögu Suður-Afríku
— demantsæðið — sama æðið og
nokkrum árum áður hafði knú-
ið ævintýramenn og lukkuridd-
ara til að flykkjast til Brasilíu,
en þar eru aðrar mestu dem-
antanámur í heimi.
Þessi saga er ágætt dæmi um
það hve miklu tilviljunin hefur
ráðið í sögu demantanna. Að
sjálfsögðu voru demantar til
löngu fyrir þennan tíma. Þeir
höfðu verið þekktir í Indlandi
í tvö þúsimd ár, og kringum
1850 komu fyrstu demantarnir
til Evrópu frá Brasilíu. Fullyrt
er, að demantar hafi verið slíp-
aðir þegar í f ornöld, en f aðir nú-
tímademantaslípunar er talinn
Ludvig von Bergquem frá
Briigge, sem uppi var á 14. öld.
Spyrja mætti hvernig á því
standi, að gimsteinar og góð-
málmar hafi einir verið taldir
verðugir þess að skreyta guði
og guðalíkön á jörðinni. Ástæð-
urnar eru margar. Ein er fágæti
þeirra, önnur sú fegurð sem þeir
hafa að geyma. Það er stað-
reynd, að þótt gimsteinar í dýr-
um umgjörðum hafi alla tíð ver-
ið í eigu fárra útvaldra, hafa
þeir vakið ólýsanlega unaðs-
kennd hjá óbreyttum skoðend-