Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 62
60
TJRVAL
raenn er ekki hægt að dáleiða.
Freud fann þá upp aðra aðferð
til að fá sjúklingana til að leysa
frá skjóðunni — aðferð, sem
síðan hefur verið geysimikið
notuð.
Aðferðin er í því fólgin, að
læknirinn lætur sjúklinginn
leggjast á legubekk í hálfrokknu
herbergi. Sjálfur kemur hann
sér fyrir aftan við höf ðalag legu-
bekksins, þannig að sjúklingur-
inn sér hann ekki. Rökkrið og
hvílan hafa sefandi áhrif á sjúk-
linginn, það slaknar á spennunni
í brjósti hans. Því næst segir
læknirinn sjúklingnum að tala
hömlulaus um allt það, sem
kemur upp í huga hans. Smám
saman og með hjálp læknisins
dregur sjúklingurinn meira og
meira upp úr dulvitund sinni.
Tilgangurinn með þessu er
ekki aðeins sá að hjálpa læknin-
um til að finna rótina að erfið-
leikum sjúklingsins, heldur er
það lækning í sjálfu sér. Við það
að tala, með því að létta á hjarta
sínu, opnast augu sjúklingsins
fyrir því hvaðan erfiðleikar hans
stafa. Hann lærir að líta raun-
særri augum á sjálfan sig, og
kemst ef svo mætti segja í sátt
við hin duldu öfl innra með sér.
Fyrst þegar Freud byrjaði að
nota þessa aðferð, var hann von-
góður um, að hún mundi koma
flestum ef ekki öllum sjúkling-
um að liði. En hann komst brátt
að þeirri niðurstöðu, að sálkönn-
unin var ekki allra meina bót.
Hún hefur ekki komið að miklu
liði við geðveiki, og hún læknar
ekki alla þá, sem þjást af tauga-
veiklun. Hún er mjög dýr læknis-
aðferð og tekur langan tíma,
stundum allt upp í tvö ár með
vikulegum vitjunum.
Tiltölulega mjög fáir sjúkling-
ar eiga þess kost að fá full-
komna sálkönnun; geðlæknar
nota miklu fljótvirkari aðferðir
við flesta sjúklinga sína. Eigi að
síður hefur legubekkur sálkönn-
uðarins reynzt mikilvæg „smá-
sjá“ til þess að skyggnast niður
í djúp mannshugans. Án hans,
og án Freuds, værum vér næsta
fáfróðir um þau öfl, sem eru
að verki í mannshuganum.
Freud átti næstum alla starfs-
ævi sína heima í Vín, önnum kaf-
inn við rannsóknir, ritstörf og
geðlækningar. Andúðin á þeirri
dirfsku hans að draga fram í
dagsljósið þá hlið mannsins, sem
alla tíð haf ði verið hulin í myrkri
þagnarinnar, var svo mikil, að
hann fékk aldrei boð frá neinum
læknaskóla (nema að honum var
einu sinni boðið að halda fyrir-
Iestra við Vínarháskóla, áður en
hann hóf rannsóknir sínar á dul-
vitimdinni).
Honum var í rauninni engin
viðurkenning eða heiður sýndur
fyrr en 1930, þegar hann, 75 ára
gamall, hlaut Goethe-verðlaunin
í bókmenntum. Heiðursfélagi
American Psychiatric Associa-
tion var hann kjörinn 1936, þá
áttræður. Og aðeins fáum vikum
áður en hann dó, var hann kjör-