Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 19

Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 19
RÝTINGURINN 17 hefði hlaupið lengi. Fæturnir voru þungir sem blý. Hinar skýru hugsanir runnu allt í einu saman í seiga, ógreiðanlega bendu. Það féll eitthvað til botns í honum, eins og full- þroska ávöxtur, sem losnar af grein og fellur til jarðar. Allt var óbreytt, ef til vill var öll von um breytingu úti. Uppi í íbúðinni beið konan hans. Feg- in mundi hún sýna honum rýt- inginn. Eins og alltaf áður myndu þau halda sig frammi í eldhúsi og tala þar saman með- an hann sæti inni í stofu, hugs- andi, einmana og önuglyndur og biði eftir matnum. Drengurinn leit kvíðafullur á hann. Hann varð að hlaupa til þess að geta fylgzt með föður sínum. „Af hverju ertu ekki glaður, pabbi?“ spurði hann hnugginn. Hann fékk ekkert svar. □---Q Stærri — minni. Kona kom inn í skóbúð að kaupa sér skó, en það reyndist erfitt að gera henni til hæfis, — ef skór passaði henni á vinstri fót, þá var hann of lítill á hægri fót, og öfugt. „Það er ekki svo gott við að gera," sagði afgreiðlsumaðurinn þreytulega. „Annar fóturinn á yður er stærri en hinn." Konan fór án þess að kaupa nokkra skó. I næstu skóbúð reyndist jafnerfitt að finna handa henni mátu- lega skó, en afgreiðslumaðurinn þar kunni betur sitt fag. Hann brosti til konunnar og sagði ísmeygilega: „Vissuð þér, frú, að annar fóturinn á yður er minni en hinn?" Konan keypti tvenna skó! — Wall Street JournaJ. ★ Mikill í munni. Samanrekinn náungi, sem sat við barendann, var tekinn að gerast nokkuð hávær, en honum var ekki sinnt. Þá brýndi hann raustina og sagði um leið og hann veifaði pappirsblaði: „Heyrið þið, piltar, ég er búinn að skrifa hér nöfn þeirra, sem ég get barið í klessu!" Stór og mikill raumur stóð upp og gekk til hans allt annað en blíðlegur á svip. ,.Er ég á listanum?" spurði hann. „Já,“ sagði sá við barendann, en var nú ekki eins hávær og áður. „Ég er nú ekki viss um nema það yrði ég sem berði þig í klessu, ef til kæmi," sagði raumurinn. „Hvað viltu gera í málinu?" „Það skal ég segja þér," sagði hinn og brýndi raustina aftur. „Ég strika nafn þitt út af listanum!" — Pageant. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.