Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 43
„Hið viðurstyggilega afskræmi", sem
varð stolt Parísar, hefur skyggt
á önnur byggingarafrek hins
mikla verkfræðings.
Monsieur EIFFGL
og tursúnn hans
Grein úr „France-Hlustration“,
eftir Frederic Sondern, Jr.
T SUMAR munu um ein millj-
ón ferðamanna í París
bruna upp í hinum stóru lyft-
um Eiffelturnsins til þess að
njóta hins dásamlega útsýnis
yfir París úr 300 metra hæð.
Við ferðamanninum þarna uppi
blasa hin litfögru breiðstræti
borgarinnar, fagrar byggingar,
allir töfrar heimsborgarinnar
greiptir í græna rnngerð skóg-
anna. Flestum endist þessi sýn
til æviloka. Og það var einmitt
það sem Gustave Eiffel ætlaðist
til fyrir 65 árum þegar hann
reisti þetta undur byggingar-
listarinnar, sem er þriðja hæsta
bygging í heimi.
Svo undarlegir eru duttlung-
ar örlaganna, að því víðar sem
hróður La Tour Eiffel hefur
borizt um heiminn, þeim mun
hljóðara hefur orðið um höfund
hans, Gustave Eiffel. „Turninn
ætti eiginlega að gera mig af-
brýðisaman," sagði hann einu
sinni. „Fólk virðist halda, að
ég hafi ekki byggt neitt annað.
En ég hef þó lagt hönd að ýmsu
fleiru.“
Hinn beinvaxni öldungur með
glampann í augunum hafði
vissulega lagt gjörva hönd á
margt annað. Hann reisti sum-
ar stærstu brýr heimsins og
olli með byggingu þeirra bylt-
ingu í brúargerð, enda er hann
almennt talinn faðir nútíma
stálbygginga.
Hinar djörfu og róttæku
byggingatilraunir hans boðuðu
endalok tímabils hinna þungu
bygginga úr steini og timbri
og upphaf hins nýja tíma stáls
og steinsteypu. Margar þær
verkfræðilegu meginreglur, sem
skýjakljúfar New Yorkborgar
eru reistir á, urðu til við teikni-
og skrifborð Eiffels fyrir mörg-
um áratugum.
„Einn furðulegasti eiginleiki
afa,“ sagði sonarsonur Eiffels