Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 73
SALT JARÐAR
71
sem þörf er talin á, hreinsað
með klóri.
En klór er notað til margra
annarra hluta en hreinsunar
vatns. Fyrir 50 árum fannst að-
ferð til að vinna tin aftur úr
notuðum blikkdósum með að-
stoð klórs. Síðan hefur notkun
og framleiðsla klórs aukizt
jafnt og þétt. Nú er það notað
í gervigúm, ljósmyndapappír,
nælonsokka, pappaeldspýtur,
kemisk hreinsunarefni, slökkvi-
tæki og margskonar annan
nytjavarning.
Hreint natríum, þriðja efnið
sem fæst við rafgreiningu salt-
vatns, hefur til skamms tíma
verið frekar lítið notað. Vegna
þess hve eldfimt það er, voru
efnafræðingar lengi að læra að
meðhöndla það í stórum stíl, en
eftir að það tókst, hefur notk-
un þess stóraukizt. Það hefur
stundum verið kallað „felu-
málmurinn", af því að það er
oft notað á einhverju millistigi
framleiðslunnar, en kemur
sjaldan fyrir í hinni fullunnu
vöru.
Til þess að búa til tetraethyl
blý, sem blandað er í benzín til
að bæta það, nægir ekki að
blanda saman ethyl og blýi.
Fyrst verður að láta blýið
ganga í samband við natríum
og sú málmblanda gengur síð-
an í sambandi við ethylið og
myndar tetraethyl blý. Natr-
íum fær blýið til að sameinast
ethylinu og kveður síðan með
kurt og pí. Það leikur svipað
leynihlutverk í framleiðslu
fleiri vara, svo sem þvottaefna,
yfirborðsherzlu stáls, hreinsun
blýs o. fl.
Nýjasta og athyglisverðasta
notkun natríums er í kjamorku-
verum nútímans. Þar er það
notað til að flytja hita frá
kjarnorkuofnunum þangað sem
unnt er að hagnýta hann. Hiti,
t. d. í miðstöðvarkerfi, er venju-
lega fluttur með vatni eða gufu.
En í kjarnorkuofnunum er hit-
inn svo geysimikill, að ekki er
hægt að flytja hann með gufu,
þrýstingurinn í henni yrði svo
mikill, að erfitt ef ekki ógerlegt
yrði að hemja hana. Bráðið
natríum getur hinsvegar flutt
geysimikinn hita og er það lát-
ið renna um pípur úr ryðfríu
stáli.
Það sem talið hefur verið upp
hér að framan er aðeins örlítið
brot af hinni ótrúlega fjöl-
breyttu hagnýtingu saltsins,
bæði í efnaiðnaðinum og eins
og það kemur fyrir, óklofið.
Það er notað við ræktun sveppa,
sem unnin eru úr lyf eins og
t. d. aureomycin, og eyðir ill-
gresi í rófnaökrum. Það er not-
að við verkun kjöts og fisks,
og við smjör- brauð- og osta-
gerð. Það er notað til að gljá-
húða tígulsteina og „festa“ liti
í vefnaði. . . Upptalningin gæti
haldið áfram margar blaðsíður
enn, ef allt væri tínt til, en hér
verður látið staðar numið.