Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 87
HETJUR 1 STRlÐI OG FRIÐI
85
hennar vegna. Hún er svo róm-
antísk í sér —“ Hann tók í hand-
legginn á mér. „Við skulum
koma og fá okkur glas“, sagði
hann.
*
Það voru tvö hundruð her-
mannafjölskyldur í þorpinu
okkar. Margt af þessu unga f ólki
var einmana — sumum leiddist.
Og það var raunar engin furða.
Húsin voru lítil og f áir áttu bíla.
Flestir voru peningalitlir. Það
var fimm kílómetra ganga til
næsta kvikmyndahúss. Svo voru
ungbömin — það var ekki hægt
að skilja þau eftir ein heima.
Alice Field sagðist ekki mega
líta af barninu í tíu mínútur, þá
væri allt í voða. Hvernig gat
unga fólkinu dottið í hug að
Hermannaþorpið yrði einhver
sælustaður?
Það átti nefnilega ekkert skylt
við slíkan stað. Húsunum hafði
verið tildrað upp í flvti og þau
mjmdu ganga jafnfljótt úr sér.
Þegar málningin væri flögnuð
af eftir vetrarveðrin, kæmi
fyrst í Ijós hve óvönduð húsin
voru. Ef íbúarnir hirtu ekki um
að halda þeim við, yrðu þau
brátt að fátæklegum hreysum.
Ég vann stundum svo lengi
frameftir á skrifstofunni að ég
lagðist til svefns á legubekkinn.
Ég kunni vel við að sofa innan
um allt þetta ólgandi líf. Jafn-
vel djassinn var betri en þögnin
í mannlausu húsinu mínu. Hún
greip mig heljartökum hvenær
sem ég opnaði útidymar. Ef til
vill skildi ég betur ofsaharma
æskunnar af því að ég lifði sjálf-
ur angurværð elliáranna. Það
er ekki heldur auðvelt að vera
ungur. Lífið er ekki auðvelt.
Ellin veit það og hefur látið
bugast. En æskan berst, eins og
hún á líka að gera, og trúir á
ævintýrið um ástina og ham-
ingjuna.
Einn morgun vaknaði ég í
seinna lagi. Þegar ég leit út um
gluggann, sá ég að unga fólkið
var á leiðinni í skólann — sum-
ir fótgangandi, aðrir á reiðhjól-
um. Mér fannst sem framtíð
landsins, jafnvel heimsins,
streymdi framhjá mér.
Mér datt í hug að sníkja mér
einhversstaðar kaffisopa. Ekki
hjá Fieldhjónunum, því að bam-
ið þeirra var veikt. Eg vildi ekki
ónáða Alice, enda þótt ég vissi
að hún tæki ekki til þess. Og til
Möggu og Allans Harding vildi
ég ekki fara. Mér leið einhvern-
veginn ekki vel í návist þeirra.
Ég vissi líka að það var eitthvað
að hjá þeim og Magga var hjálp-
arþurfi, enda þótt hún leyndi
því vel. Ég vissi að Rústa var í
matsölunni og myndi ekki koma
heim fyrr en undir hádegið. Ég
hafði oft séð hana stika fram-
hjá glugganum mínum með
hendurnar í treyjuvösimum og
jarpa hárið flaksandi eins og
fax á hesti.
*
Ég afréð að heimsækja Dod-
sonhjónin. Ég kunni vel við þau
og vonaði að þeim félli ekki sem