Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 113
HETJUR I STRIÐI OG FRIÐI
111
andi. Ég sá að hún rétti Dóru
samanbögglað bréfið um leið:
„Ég tók það Dóra. Þú ættir
að rífa það. Auðvitað hefur Phil
ekki séð það. Þú getur sagt
honum að þú hafir farið út með
lækninum. Þú mátt ekki segja
honum sannleikann þó að þig
langi til þess. Það mundi særa
hann og hann á það ekki skilið.
Hann er góður piltur — allt of
góður fyrir þig, eins og ég býst
við að þér sé ljóst. En hann veit
það ekki. Þú verður að sjá um
að hann komist aldrei að því —“
„Þú mátt ekki tala svona við
hana,“ sagði Jim —“ eða við
mig. Það er sumt sem þú ræður
ekki við, Rústa, og þetta er eitt
af því.“ Hann spurði gremju-
lega: „Hvers konar maður
heldur þú að ég sé eiginlega?“
Rústa leit á hann í fyrsta
skipti.
„Þú ert maðurinn minn, Jim,“
sagði hún, ,,og ég er konan þín.
Þegar við giftumst, þá gerðum
við það ekki bara okkur til gam-
ans. Það var upp á lífstíð, hvað
sem á bjátaði. Við vissum að
við myndum ekki alltaf baða í
rósum. Við vissum að heimur-
inn er harður. Það yrði ekki auð-
velt að halda loforð okkar og
heit. Það yrði ekki auðvelt að
elska hvort annað. Ekkert er
auðvelt —“ Hún hnikkti til
höfðinu, „og hvern langar ann-
ars til þess að alit sé auðvelt?"
spurði hún.
Hann leit á hana. Augu hans
voru dökk og óræð. En það var
glampi í þeim.
„Þú hefur orðið fyrir miklu
áfalli,“ sagði hún. „Þú hélst að
ég vissi það ekki. Víst vissi ég
það. Eg hefði getað dekrað við
þig eins og barn og látið þig
ráða öllu. En það er hvorki holt
fyrir þig né mig. Maðurinn sem
ég giftist var ekki þannig. Hann
getur barizt. Hann getur staðið
á eigin fótum. Hann getur bjarg-
að sér sjálfur úr ógöngum.
Hann getur unnið sinn hluta af
verkinu sem við ætluðum okk-
ur að vinna saman. Eg vann
minn hluta til þess að þú gætir
unnið þinn.“ Hún þagnaði. Það
var eins og hún væri að gera
ítrustu tilraun til þess að ná
til hans. „Ég býst við að ég hafi
gert margar skyssur. Við gerum
öll skyssur. Við höfum öll orð-
ið fyrir slæmu áfalli. Við erum
vinir. Við ættum að fyrirgefa
hvort öðru —.“
„Rústa —.“ Það var eins og
hann væri að vakna af draumi.
Hún hallaði sér yfir mig, nær
honum, þannig hafði hann sjálf-
sagt séð hana fyrst kvöldið,
meðal rjúkandi rústanna, hann
hafði séð að hún var bæði góð
og falleg. Eg fann eldinn tendr-
ast milli þeirra.
Hún stóð upp og lagði peninga
á borðið. „Eg borga fyrir okkur
öll,“ sagði hún með dálítið ó-
styrkri rödd og gekk í áttina
til dyranna. Þegar hún var
kominn hálfa leið, nam hún