Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 109
HETJUR 1 STRlÐI OG FRIÐI
107
„Og hvað skeður svo?“
„Málið verður tekið fyrir.“
„Og hvað svo?“
„Ég veit það ekki. Verjandi
hennar mun halda því fram að
hún hafi verið í sjálfsvörn. All-
an sló hana. Allir vita að sam-
komulagið hefur ekki verið sem
bezt.“
Við gengum þögul áfram.
„Þetta var sjálfsmorð," sagði
hún.
„Getur verið. Það er ekki hægt
að sanna það. Hversvegna
skyldi hann fara að drepa sig?
Að vísu stóð til að reka hann,
en ef allir sem reknir eru úr
skóla tækju upp á því að fremja
sjálfsmorð, þá myndi háskólinn
breytast í útfararstofnun. 0g
annað var ekki að — eftir því
sem ég bezt veit.“
Hún hló. Það var ekki
skernmtilegur hlátur.
„Brent grunar það,“ sagði
hún. „Og Magga veit það. Ég
veit —.“
Hún nam staðar og tók í hand-
legginn á mér. „Þú kemur með
mér,“ sagði hún. „Þú verður
vitni. Þeir skulu ekki fá að særa
þetta veslings barn meira en orð-
ið er — fyrr skal ég sjálf drepa
einhvern."
Ég reyndi að losa mig, en hún
hélt mér blýföstum.
„Þú ert ekki með öllum mjalla
—“ sagði ég.
„Getur verið. En vertu nú
góður, Jumbo. Vertu svolítið vit-
laus eins og ég —.“
Mótspyrnu minni var lokið.
Hálftíma síðar sat ég á tali við
móður Allans í bezta hótelinu
okkar.
Ég hafði ekki séð frú Harding
frá því að jarðarförin fór fram.
Ég hafði kennt í brjósti um
hana. Þetta voru sorgleg enda-
lok hennar eigin lífs, og henni
var sjálfsagt lítil huggun í hjali
rektors um „hinn hugrakka
son.“ Brent Rider sat hinum
megin í kirkjunni. Það vottaði
fyrir dularfullu brosi á vörum
hans.
Frú Harding hafði elzt mjög
í útliti. Hún var orðin gömul og
farin kona. Og hve hún hataði
okkur Rústu! Að vísu óttaðist
hún Rústu líka. Og ég skal játa
að það var ekki laust við að ég
væri hræddur við hana líka. Þeg-
ar Rústa kom í fyrstasinnískrif-
stofu mína var hún hvatvís og
óþroskuð stúlka. Á þessum fáu
mánuðum hafði hún breytzt í
konu, sem vissi hvað hún vildi
og hikaði ekki við að fram-
kvæma það.
»>Ég er mjög þreytt,“ sagði
frú Harding með rödd, sem
minnti á skrjáf í þurru laufi.
„Ég þoli ekki öllu meira. Hver
eruð þið?“ Og hvers óskið þið?“
Rústa gekk eitt skref í áttina
til hennar.
„Okkur vantar bréfið, sem
Allan skrifaði áður en hann
fyrirfór sér,“ sagði hún.
Frú Harding bærði varirnar.
„Ég hef ekkert bréf. Hann fyrir-
fór sér ekki. Stelpan drap hann
— stelpuófétið —.“