Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 24
22
ÚRVAL
En einnig í því efni hefur
reynslan sannfært mig um, að
játning er til þess eins fallin að
gera hjónunum (erfiðara fyrir
um að koma hjónabandinu á
réttan kjöl. Ég held það sé
skynsamara fyrir hinn seka —
ef hann eða hún iðrast í ein-
lœgni gjörða sinna — að gera
sér í staðinn allt far um að gera
hjónabandið hamingjusamt í
framtíðinni.
En það eru til mál, sem óverj-
andi er að halda leyndum. Ef
kona veit, að hún getur ekki átt
barn, þá er augljóst mál, að hún
verður að segja unnusta sínum
það — fyrir brúðkaupið. Jafn-
óverjandi er, að maður haldi
því leyndu fyrir unnustu sinni
ef hann á barn sem hann þarf
að borga með. Sé fjárhagurinn
slæmur er áreiðanlega skynsam-
legt fyrir manninn að segja unn-
ustunni það áður en presturinn
leggur blessun sína yfir þau.
Annars tel ég ekki, að hjón eigi
að gera hvort öðru grein fyrir
hverjum eyri. En um fjárútlát,
sem hafa áhrif á efnahag fjöl-
skyldunnar má ekki ríkja leynd.
Ég er hrædd um, að ég geti
ekki gefið yður nein algild ráð
um hvað þér eigið að segja og
hvað þegja um við maka yðar,
til þess eru aðstæðurnar alltof
margvíslegar. En ég hef leitast
við að setja fram nokkrar meg-
inreglur, sem ef til vill geta orð-
ið einhverjum að liði í vanda-
málum af þessu tagi. Ef þér er-
uð í vafa um hvort þér eigið að
leysa frá skjóðunni eða þegja,
þá getið þér reynt að spyrja
sjálfa yður eftirfarandi spurn-
inga:
1) Er um að ræða eitthvað,
sem gerðist áður en þér giftust
og óhugsandi er að varpað geti
skugga á beggja hamingju í
framtíðinni ? Ef svo er, þá getið
þér með góðri samvizku þagað
um málið.
2) Er með rétti hægt að saka
yður um að þér séuð ekki verð-
ugur magi, ef þér haldið mál-
inu leyndu? Ef svo er, ber
yður skylda til að leysa frá
skjóðunni áður en þér giftist.
3) Hver er hin raunverulega
ástæða til þess, að yður langar
til að leysa frá skjóðunni? Ég
spyr um þetta af því að ástæð-
an er oft löngun til að vekja af-
brýðisemi hjá makanum. Ef svo
er, þá er betra að láta satt kyrrt
iiggja!
4) Hvernig haldið þér að
maki yðar bregðist við játningu
yðar ? Ef þér hafið grun um, að
hún muni særa hann eða varpa
skugga á samlíf ykkar, þá er
betra að bíða.
5) Er síðarmeir hægt að á-
saka yður fyrir að hafa farið
á bak við maka yðar, ef þér
geymið leyndarmál yðar? Þá er
betra að segja allt af létta!
6) Væri yður hjálp í því að
segja einhverjum öðrum leynd-
armálið? Ég hef oft orðið þess
vör, að hjónabandi getur stafað
mikil hætta af sektarvitund ann-
ars aðilans. Það er oft hægt að