Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 115
Slysfarir s dýraríkinu.
Framhald af 4. kápusíðu.
geddur, sú minni hálf á kafi í gini
þeirrar stærri.
Þó það komi fyrir dýr af næst-
um öllum tegundum, að þau fari
sér að voða með þvi að gina yfir
of stórri bráð, þá er þetta þó al-
gengast hjá fuglum. Bráðin
strandar i koki fuglsins, hann get-
ur hvorki kingt henni né losað
sig við hana.
Það eru mörg dæmi til þess að
stórir álar hafi þannig drepið
hegra. Áll, sem lendir í hegragini
á það til að vefja endanum, sem
út úr stendur, um háls hegrans og
kyrkja hann. Maður nokkur var
vitni að því, að skarfur lenti í
þesskonar klípu, en honum tókst
þó um síðir að losa sig við álinn.
Isfugl hremmdi eitt sinn 15 sm
langan ál; állinn vafði sporðinum
um háls fuglsins og hálsbraut
hann. Cumming segir frá því, að
sér hafi eitt sinn verið send topp-
önd, sem hafi verið með helm-
inginn af sex sm löngu álaseiði
í vinstri nösinni, hinn helminginn
hafði öndin étið.
Stundum tekst bráð, sem gleypt
hefur verið lifandi, að brjótast út
aftur. Amerisk náttsvala gleypti
einu sinni stóra bjöllu, sem slapp
aftur með þvi að bora sig i gegn-
um háls svölunnar. Þorskur
gleypti krabba lifandi. 1 iðrum
þorsksins lagði krabbinn þegar
af stað í könnunarleiðangur. Hann
gróf sig í gegnum kúttmagann
og þegar þorskurinn var ristur á
kvið, fannst krabbinn í kviðarhol-
inu, einna líkastur smurningi
(múmíu). Einu sinni fannst for-
láta vasahnífur með látúnsskafti
i holdi þorsks.
Eins og við er að búast, fara
mörg vill’t dýr sér að voða með
því að éta eitraða fæðu. Fuglar
drepast af því að gleypa grammó-
fónnáiar, nagla, öngla, glerbrot
og ýmsa aðra ómeltanlega hluti,
sem særa innyflin og valda sýk-
ingu. Grófar plöntutrefjar, snæri
eða mjúkur vir, sem fuglar gleypa
stundum, geta valdið þarmastíflu.
Endur gleypa stundum blýhögl
eða skotfæraleifar og drepast þá
af blý- eða fosfóreitrun. Flughrað-
inn verður fuglum mjög oft að
bana. Það kemur að visu sjaldan
fyrir, að fuglar rekist á í loftinu,
en komi það fyrir, verður það oft-
ast beggja bani. Lítilfjörlegasta
hindrun nægir oft til að skaða
fugl á flugi.
Menn vita nokkur dæmi þess,
að fuglar hafi lifað áfram, þó að
viðarteinungar eða tréflísar hafi
rekizt í gegnum þá. Þannig fannst
einu sinni flökkudúfa með 23 sm
langa beykigrein í gegnum sig.
Greinin stóð 'tíu sm upp úr hryggn-
um. Sennilega hefur dúfan dottið
úr hreiðrinu sem ungi og greinin
rekist í gegnum hana. Þegar hún
náðist, var hún orðin gömul og
greinin mikið veðruð. Til eru all-
margar skráðar heimildir um, að
storkar hafi komið úr vetrardvöl
í Afríku með negraör i gegnum
Framhald á 2. kápusíðu.