Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 71
SALT JARÐAR
69
Meðan saltið fer ekki fram úr
Vá% af þyngd matarins finnst
ekkert saltbragð af honum. En
saltið er nauðsynlegt til þess
að önnur bragðefni njóti sín.
Líkami vor þarfnast stöðugt
salts. Hann verður að fá það
bætt sem hann missir með
þvaginu og svitanum. Eitt af
mikilvægustu hlutverkum salts-
ins er að halda hæfilegum
vökvaþrýstingi umhverfis
frumurnar í líkamanum. Meg-
inþungi líkamans er vatn, en
vatn fæst ekki til að vera kyrrt
milli frumanna í líkamanum
nema salt sé í því. Tilgangurinn
með því að gefa hjartveiku
fólki saltlausan mat er sá að
létta sjúklinginn með því að
minnka vatnið í líkamanum.
„Saltlaus" er þó ýkjur, því að
enginn matur er með öllu salt-
laus.
Með því að salt er í öllum
vökvum líkamans, er það mikið
notað við meðferð sjúkdóma og
meiðsla. Þegar sjúklingur get-
ur ekki nærzt, er hægt að halda
lífi í honum með því að dæla í
blóð hans næringarefnum leyst-
um upp í saltvatni. Mörg lyf,
t. d. penisillín, eru gefin á sama
hátt. Og þegar menn fá lost, t.d.
af völdum slyss, getur saltvatn
bætt upp blóðmissi í bili.
Saltið á sinn þátt í einhverj-
um merkilegustu sjúkdóms-
vörnum, sem gerðar hafa verið.
Árið 1934 voru læknavísindin
komin að þeirri niðurstöðu, að
hálsgúli (goiter) eða skjald-
kirtilstækkun stafi af joðskorti
í fæðunni. Matarsaltsframleið-
endur voru þá beðnir að bæta
joði í matarsalt sitt í hlutfall-
inu 1:10.000. Þetta nægði, háls-
gúli er nú orðinn mjög sjald-
gæfur.
Þessi góði árangur gaf vís-
dendingu um aðferð til að bæta
heilsufar húsdýra í sumum
löndum og landssvæðum. Kó-
balt þarf að vera í fæðu naut-
penings til þess að hann geti
þrifist, og nægir þótt ekki sé
nema nokkrir milljónustu hlut-
ar. En sumsstaðar er ekkert
kóbalt í jörðu og þar koma
fram vaneldiseinkenni hjá kúm.
Mönnum hugkvæmdist þá að
bæta kóbalti í salt handa kún-
um á sama hátt og joði hafði
verið bætt í salt handa börnum,
og það gaf jafngóða raun. Síð-
an hefur komið í ljós, að ýms
önnur húsdýr þurfa snefil af
ýmsum öðrum efnum úr steina-
ríkinu, svo sem mangani, kop-
ar og zinki. Er þeim efnum nú
einnig bætt í salt til hollustu
fyrir dýrin.
En þótt hollustugildi salts-
ins sé vissulega mikið, þá er
þesskonar notkun þess aðeins
örlítið brot af því sem notað er
í iðnaðinum, og sú notkun fer
stöðugt vaxandi.
Það eru tvær meginaðferðir
við hagnýtingu salts í þágu
iðnaðar. Ónnur nefnist Solvay-
aðferðin og er kennd við tvo
belgiska bræður, Ernest og Al-
bert Solvay, sem fundu hana