Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 105
HETJUR 1 STRlÐI OG FRIÐI
103
allt í öllu. Og hún græðir pen-
inga. Við karlmennirnir erum
nú einu sinni þannig gerðir, að
það fer í taugarnar á okkur ef
konan okkar er allt of dugleg
að koma sér áfram. Og sé maður
hetja sem er að fara í hund-
ana —“
„Hvað á hún að gera?“ spurði
ég gramur. „Á hún að sitja með
hendur í skauti, aðeins til þess
að Jim líði eitthvað betur?“
„Ég veit ekki hvað hún á að
gera,“ sagði Arnold. ,,Og ég veit
ekki heldur hvað við eigum að
gera. Ég vil ekki láta reka Jim,
enda þótt það kunni að vera
rangt af mér. Við verðum að
lofa honum að reyna einn vet-
ur enn —“
Ég hugsaði mikið um það sem
Arnold hafði sagt mér. Nokkru
seinna hélt ég mikla veizlu fyrir
Bill, Elínu og Andy. Vinum
mínum úr þorpinu var frjálst
að koma ef þeir vildu. Rústa tók
að sér að sjá um veitingar. Hún
var ekki lengur ein, heldur hafði
liún hóp af aðstoðarfólki.
*
Nokkru áður en veizlan átti
að hefjast, rakst ég á Rústu.
Hún sat ein í rökkrinu í bóka-
safnsherberginu.
„Hafðu engar áhyggjur,"
sagði hún. „Þetta fer vel.“
,,Ég hef engar áhyggjur út
af veizlunni," sagði ég. „En
hvað gengur að þér?“
„Jim,“ sagði hún. Ég þagði,
og eftir stundarkorn spurði hún:
„Lízt þér ekki illa á hann?“
„Það er auðséð að honum
líður ekki vel,“ sagði ég.
„Finnst þér að ég ætti að vera
heima og halda í hönd hans?“
„Einhver verður að halda í
hana —“
„Það er líka gert —“ Hún
þagnaði. En það var hvorki reiði
né sársauki í röddinni. Svo fór
hún að rif ja upp endurminningar
sínar. Það var eins og hún
hugsaði upphátt. „Það var loft-
árásarnóttina, þegar við Jim
hittumst fyrst. Við gengum
gegnurn skemmtigarð. London
var eitt eldhaf. En það var svo
mikil kyrrð og friður í garðin-
um, að það var eins og við vær-
um einhversstaðar langt uppi í
sveit. Ég man eftir fuglasöngn-
um. Jim sagði mér frá framtíð-
arfyrirætlunum sínum. Hann
hafði drepið fólk. Hann hafði
orðið valdur að mikilli eyðilegg-
ingu. Hann varð að bæta fyrir
það. Hann vildi byggja upp aft-
ur. En ungur og fátækur piltur
er lítils megnugur — og fari
hann að vinna sér inn peninga,
þá glatar hann hugsjóninni.
Þegar hann bað mín, tók ég á-
kvörðun — ég ætlaði að vinna
fyrir okkur — það var sama
hver vinnan var — svo að hann
gæti verið frjáls og óháður.“
Hún sneri sér að mér. „Skilur
þú hvað ég er að fara?“
„Já“, svaraði ég. „En Jim?“
„Ég veit það ekki. Ég hef
aldrei sagt honum frá þessu.“
Hún þagði andartak. Síðan sagði
hún, eins og hún væri að lýsa