Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 74
Þetta er frásögn af helstríði eins
manns, en það rís skelfilegur
skuggi að baki hennar.
Ilelstríð Louis Slotin
Grein úr „The Saturday Evening Post“,
eftir Stewart Alsop og Kalph E. Lapp.
DR. Louis Slotin, ungur og af-
burðasnjall kjarneðlisfræð-
ingur, hóf dauðastríð sitt klukk-
an nákvæmlega 20 mínútur yfir
þrjú hinn 21. maí 1946. Það er
átakanleg saga, en þó þess virði
að hún sé sögð, því að hún svift-
ir hulunni af hinum skelfilegu
áhrifum kjarnorkuvopnanna —
hinum svokölluðu geislaverkun-
um.
Staðurinn þar sem dauða-
stríðið hófst var rannsóknar-
stofa í nánd við Los Alamos*)
þar sem fyrsta atómsprengjan
var gerð.
Til glöggvunar á sögusviðinu
skuluð þið hugsa ykkur stórt,
aflangt, hvítmálað herbergi þar
sem ekki er annað inni en málm-
skrifborð á miðju gólfi og borð
við einn vegginn. Vorsólin flæð-
ir skáhalt inn um stóran glugga.
Átta manns eru í herberginu.
Eina hljóðið sem heyrist er tif-
ið í geislamælinum, Geigertelj-
aranum, sem svo er nefndur. ÖIl
athyglin beinist að manni, sem
*) Sjá: „Hvorum megin girðingar-
innar“ í 7. hefti 12. árg.
stendur álútur við málmskrif-
borðið.
Það er Louis Slotin, 34 ára
gamall, grannvaxinn, sinasterk-
ur, svart hárið örlítið hæruskot-
ið í vöngunum. Hann er í sport-
skyrtu, opinni í hálsinn. Gegn-
um þykk hornspangargleraugu
beinir hann hvössum sjónum að
tveim holum, silfurgráum hálf-
kúlum úr málmi á skrifborðinu.
Hann mjakar þeim varlega nær
hvor annarri og notar til þess
skrúfjárn. Þessi málmstykki eru
innyfli atómsprengju.
Pyrir aftan Slotin stendur
starfsbróðir hans — við skulum
kalla hann X — stillilegur mað-
ur, góðlegur á svip og jafnaldri
Slotins. X, sem á eftir að gera
sömu tilraunina seinna, hallar
sér áfram og fylgist af spenntri
athygli með Slotin; hann hefur
aldrei séð þetta gert fyrr. Það
er raunar hans vegna, sem til-
raunin er gerð. Slotin er á för-
um til Bikini til að taka þátt
í kjarnorkusprengjutilraunum
þar og X á að verða eftirmaður
hans við tilraunirnar.
Hinir sex í herberginu eru