Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 34

Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 34
32 ÚRVAL reynzt erfið í skauti. Þeir gefa tilfinningum sínum lausari tauminn en við, en hafa að sumu leyti heilsteyptari skapgerð. Og þeim er betur gefinn hæfileiki til að gleðjast yfir litlu. Ég hef oft haft tækifæri til að dást að því hve nautnafull gleði getur ljómað af öllum til- burðum tatara, sem eignast hef- ur sígarettu. Einkum ef ég ber það saman við kæruleysislega tilburði okkar þegar eins stend- ur á. Tatarinn kveikir sjaldan í sígarettunni strax og hann fær hana. Hann heldur henni í ann- arri hendi, flytur hana yfir í hina, horfir á hana, fer helzt eitthvað frá. Stundum lætur hann sem hann hafi gleymt henni. Hann leggur hana frá sér, að því er virðist til þess að geta glaðzt yfir að finna hana aftur. En hvernig sem hann fer með hana, þá kemst hún alltaf ó- sködduð gegnum ritúalið. Og að lokum kveikir hann í henni. En áður en sú stund rennur upp, virðist hann hafa notið dýrlegs unaðar af ef tirvæntingunni einni saman. Og er það ekki í rauninni svo, að margt í lifnaðarháttum tat- aranna, sem við höfum lagt þeim til lasts, höfum við síðan tekið upp eftir þeim? Flökku- tataramir átu áður fyrr hrátt kjöt og voru af þeim sökum kall- aðir hundar. En svo kom að því, að hrátt „buff“ og hrátt græn- meti var talið heilsusamlegur og fínn matur. Þeir kusu helzt að flakka um með tjald, sofa í kulda, og borða við eld við tjald- dyrnar. Einn góðan veðurdag uppgötvuðum við blessun tjald- lífsins og gerðust útilegumenn að hætti tatara í sumarleyfum okkar. Tatararnir flökkuðu stað úr stað og sættu ámæli fyrir, en nú eru ferðalög talin heilsubót og meira stunduð en nokkru sinni fyrr í sögu þjóðanna. Tat- arar hafa oftast hliðrað sér hjá erfiðisvinnu. Einnig í því efni fetum við í fótspor þeirra. Við leggjum allt kapp á að búa til vélar til að létta af okkur strit- inu. Þær þjóðir sem lengst eru komnar í því að láta vélar strita fyrir sig, eru taldar á hæstu menningarstigi. Það býr tatari í okkur öllum, en það er ekki fyrr en hann stígur út úr okkur og við sjáum hann álengdar, að við finnum hvöt hjá okkur til að tala illa um hann. Texasbúi kvartaði undan iliri meðferð í réttinum. „Ég var tekinn fastur í gærkvöldi fyrir að kyssa stúlku á almannafæri," sagði hann, „og þegar dómarinn sá hana, dæmdi hann mig í tíu dolíara sekt fyrir að vera ölvaður á almannafæri." — Coronet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.