Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 82

Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 82
80 ÚRVAL, honum inn í skáp, mér til mik- illar undrunar. „Mig grunaði að búðarmað- urinn væri að leika á mig,“ sagði hún, „en ég var ekki viss um það. Ég er ekki eins og Jim. Hann veit allt. Ég verð að fara að læra“. „Þér munuð læra,“sagði ég. Síðan tók hún skræpótt gluggatjöld upp úr tösku og spurði hvernig mér litist á þau. Ég gaf lítið út á það. „Jæja, þau verða samt að duga,“ sagði hún. „Við verðum að hafa gluggatjöld. Jim kynnt- ist mér í London, þegar loftárás- irnar voru mestar. Ég var í kvennadeild hersins. Ég sparaði saman dálitla upphæð. Þegar há- skólinn gaf Jim kost á þessari íbúð, ákvað ég að gera hana reglulega snotra og notalega fyrir hann. En ég hef víst keypt eins og bjáni.“ Hún brosti til mín. „Jim læzt auðvitað vera him- inlifandi. En undir niðri blöskr- ar honum smekkleysið eins og yður.“ Hún átti mynd af honum í skrautlegum silfurramma. Fyrsta verk hennar var að setja hana á borðið þar sem birtan var mest. Það var auðséð að hún mat hann meira en allt annað. Þetta var snotur piltur í ein- kennisbúningi flughersins. And- litið var fíngert, og það var eins og það langaði til að hlæja, en hefði gleymt hvernig ætti að fara að því. Stúlkan fægði rammann einu sinni enn með kjólerminni. „Er hann ekki dásamlegur? Og góður. Þér getið ekki ímynd- að yður hvað hann er góður. Hann var búinn að fá háan námsstyrk fyrir stríð — og var orðinn höfuðsmaður 1 hemum áður en maður vissi af. Hann er alltaf í samkvæmum. Og ég verð að fara með honum. Ég verð að monta mig. Það er hræðilegt fyrir karlmann að eiga konu, sem ekkert, veit.“ Hún hafði byrjað á því að kaupa bókaskáp, notað eintak af Hruni Rómaveldis eftir Gibb- on og nýjustu útgáfuna af Shakespeare. „Ég spurði afgreiðslumann- inn í bókabúðinni, hvernig ég gæti menntazt á sem stytztum tíma,“ sagði hún, „og hann sagði, að ef ég læsi þetta, myndi helmingin af því og skildi f jórð- ungin, þá væri ég orðin mennt- uð. Var hann líka að gera gys að mér?“ „Nei,“ sagði ég. „Það held ég ekki.“ Ég gat ekki gert að því að ég hló. Henni var alvara, en þó hló hún góðlátlega að sjálfri sér. Hún hafði áreiðanlega verið álitlegasta stúlka þegar hún var í einkennisbúningnum. Það var ekki von að hann varaði sig á því, að einkennisbúningur get- ur verið hættulegt dulargerfi. „Hann fékk taugaáfall, bless- aður drengurinn," sagði hún. „Það er víst kölluð orustu- þreyta. Hann er orðinn frískur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.