Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 85
HETJUR 1 STRlÐI OG FRIÐI
83
eldhúsinu. Allir þyrptust í fyrstu
kringum Jim Farr, ekki af á-
settu ráði, heldur af sömu á-
stæðu og flugan sækir í ljósið.
Hann var eins og á ljósmynd-
inni — ekki mjög hár, en fallega
vaxinn, herðabreiður og mið-
mjór. Handleggirnir voru vöðva-
miklir og sólbrenndir og hendurn-
ar sterkar, en þó fíngerðar. En
þegar hann teygði sig eftir glasi
sem stóð á borði við hliðina á
honum, munaði minnstu að hann
felldi það um koll, svo voru
hreyfingar hans fálmkenndar.
„Klaufinn þinn!“ sagði Rústa
í gæluróm. „Þeir fóru svo illa
með hann á spítalanum, að hann
getur varla snýtt sér.“ Hún hló
og hann hló líka. En það var
enginn hlátur í augum hans.
Það var Rústa, sem beindi sam-
talinu í ákveðinn farveg. „Við
skulum hætta þessu glensi og
snúa okkur að aðalatriðinu,“
sagði hún. „Ef við eigum að
verða vinkonur, þá verðum við
að kynnast. Við skulum segja
hver annarri hvaðan við erum,
hvernig við kynntumst mönnun-
um okkar og hvernig við náðum
í þá.“
Þetta er henni líkt, sagði ég
við sjálfan mig. Lætur allt f júka.
Hvernig skyldi Jim líka þetta?
Það var ómögulegt að sjá það
á svip hans.
Alice Field hló. „Því ekki
það ?“ sagði hún. „Eg skal byrja.
Við Trevor erum bæði frá Wake-
field í Missouri og vorum saman
í skóla. Ég var búin að ná svo
föstum tökum á honum, að
þýzku og frönsku stúlkumar
höfðu engin áhrif á hann. Ruf-
fles litli er síðasti hlekkurinn í
keðjunni, sem vesalingurinn er
bundin með.“
Þau brostu hvort til annars.
En bak við brosið var öryggi
og festa. Ég hafði sjálfur lifað
í hamingjusömu hjónabandi. Það
gladdi mig að sjá þau njóta þess
sem ég hafði misst.
Allir litu á Dóru, — ég veit
ekki hvers vegna. En hún var
svo feimin, að Phil varð að svara
fyrir hana.
„Við Dóra kynntumst í New
York. Hún hélt að ég væri hetja
sem væri að fara í stríðið og
kæmi kannski aldrei aftur.“
Hann lagði arminn yfir herðar
hennar og kyssti hana á glóbjart
hárið. „Og svo fékk hún bara
einkennisklæddan skrifara.“
Hún reyndi að losa sig. En
hún brosti — og það var ljómi
í augum hennar.
„Hvaða vitleysa, Phil. Þú
veizt hvað ég var fegin —.“
Hann haf ði sagt þetta í gamni,
en einhvern veginn var það ekk-
ert fyndið. Mér fannst hann búa
yfir leyndum sársauka. Ég var
feginn, þegar Magga tók til
máls.
„Ég er frá Los Angeles og
Allan frá Boston. Við kynntumst
á spítala bak við víglínuna í
Frakklandi." Hún þagnaði og
hefði sennilega ekki haft söguna
lengri. En Allan hélt áfram.
„Það var eftir ævintýrið, sem