Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 102

Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 102
100 ÚRVAL „Víst eruð þér falleg núna. Þér mynduð alltaf vera það —“ Ég var rétt búinn að rekast á Jim og Dóru sem voru að dansa saman. Ég tók eftir að- dáuninni í augum hans,“ — ef þér væruð hamingjusöm.“ „Það er ekki alltaf auðvelt að vera hamingjusamur.“ „Það er hverju orði sannara. En þó að maður sé ekki alltaf jafnhamingujsamur, þá læzt maður vera það. Það hjálpar öðru fólki —“ „Allan er ekki hamingjusam- ur,“ sagði hún blátt áfram. „Þessvegna get ég ekki verið það.“ Hversvegna er hann ekki ham- ingjusamur ?“ „Af því að hann giftist mér. Ég var ekki rétta stúlkan fyrir hann. Það var aðeins af því að ég hjálpaði honum þegar hann átti erfitt —“ „Er það ekki þetta sem móð- ir hans heldur fram?“ „Og það er satt,“ hvíslaði hún. „Trúir hann öllu sem hún segir?“ Ég veit það ekki. Stundum—“ Hún gaut til mín augunum eins og hún væri í vaf a um hvort ætti að halda áfram. „Stundum held ég að hann sé hræddur við hana. „Hræddur?“ Ég minntist frú Harding — ég hafði meira að segja sjálfur verið hálfsmeykur við hana. „Henni þykir svo vænt um hann — ég held að hún búist við of miklu af honum. Stundum hefur það hvarflað að mér að hann hafi fengið heiðursmerkið af því að hann varð að fá það — hennar vegna.“ „Vitleysa. Hann fékk heiðurs- merkið af því að hann sýndi hugrekki — þegar hann var sjálfur í lífshættu.“ Ég hló hæðnishlátri. „Þannig verða flestir okkar hetjur.“ Hún reyndi að kreista upp úr sér hlátur og svo héldum við áfram að dansa. — Skömmu seinna svifum við Rústa yfir dansgólfið. Hún dansaði vel og fjörlega. Hún var ekki falleg, en hún dró að sér athygli hvar sem hún fór. Ég held að Dóra hafi ekki valið fyrir hana kjól- inn sem hún var í. Hann var hárauður með víðu pilsi — ef til vill ekki alveg samkvæmt nýj- ustu tízku, en þó stílhreinn. „Hvernig kanntu við þig, læknir?“ spurði hún. „Skemmt- ir þú þér vel?“ „Ágætlega. Og unga fólkið hefur gott af þessu. Það hjálp- ar því til að þrauka af veturinn. Og þegar þar að kemur finnur þú upp á einhverju öðru —“ „Þetta eru elskulegir krakkar — flestir að minnsta kosti.“ Mér varð litið á hana. Þegar horft var á hana frá hlið, sást bezt djörfungin og festan í vangasvipnum. Ég sá ekki augu hennar, en þau voru reglulega falleg. Ég býst við að hún hafi verið að skima eftir Jim og Dóru. Þau voru alltaf að dansa saman. Enginn virtist hafa vit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.