Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 107
HETJUR 1 STRlÐI OG FRIÐI
105
væri að hlæja að sjálfum sér
og öllum heiminum. „Þeir hafa
auðvitað boðið Möggu líka. En
hún vill ekki fara. Hún veit
hvaða álit mamma hefur á henni
— að hún hafi krækt í mig þegar
ég var varla með sjálfum mér,
að hún hafi eyðilagt líf mitt.
Hún vill ekki varpa skugga á
Allan Harding. Það er ekki henn-
ar eigið stolt sem hún er að
hugsa um — það er heiður
minn.“
Hann nam staðar. „Mér fannst
ég verða að segja þér frá þessu,
Rústa,“ sagði hann.
Þau stóðu þarna góða stund
og störðu hvort á annað. Skyndi-
lega fór hún að gráta, bæði af
hryggð og reiði. Hann lagði
höndina á öxl hennar.
„Líttu eftir Möggu fyrir mig,“
sagði hann. „Ef eitthvað kemur
fyrir, þá verður þú að koma í
veg fyrir að mamma læsi í hana
klónum —
Hún lofaði því líka. Svo ýtti
hann henni allt í einu frá sér og
hvarf í þokuna. Hún stóð ein eft-
ir, dauðskelfd og fór að hugsa
um loforðin tvö.
Hún sagði mér frá þessu öllu
seinna þegar annað loforðið
hafði ógilt hitt.
*
Einliver kastaði steini í upp-
ljómaðan gluggann á bókaher-
berginu mínu.
Auðvitað var það Rústa. Hún
stóð úti í garðinum í rigningunni
og brosti til mín.
„Hvað gengur nú á?“ spurði
ég. „Af hverju hringið þið ekki
eins og siðaðar manneskjur?“
„Síminn er bilaður. Hver held-
ur þú að sé veikur?“
„Hann Ruffles litli,“ sagði ég.
„Alveg rétt. Hann er með
hósta. Ef þú kemur ekki strax,
þá lifa Alice og Trevor ekki til
rnorguns.“
Mér varð skapbrátt og ég
skellti aftur glugganum.
En þegar ég var kominn út
í garðinn til Rústu, var mér
runnin reiðin. Mér var ljóst, að
þegar eitthvað gekk að Ruffies
hegðuðu Alice og Trevor sér eins
og geðbilaðar manneskjur. En
þannig hegða foreldrar sérávallt
þegar fyrsta barnið á í hlut.
Alice og Trevor sátu áhyggju-
full við sjúkrabeð drengsins, sem
var steinsofandi. Eg leit á barn-
ið og gat ekki séð að neitt gengi
að því.
„Hann hóstaði,“ hvíslaði Alice.
„Við héldum að hann myndi
kafna.“
Þetta var kyrrlátt vetrar-
kvöld. Ekkert heyrðist nema
andardráttur okkar. Það vareins
og allt þorpið væri í fastasvefni,
eða væri að bíða eftir einhverju,
eins og mér fannst seinna.
Allt í einu heyrðust raddir.
Þær bárust yfir götuna og við
þekktum þær. Það voru raddir
Möggu og Allans. Þau voru að
hnakkrífast. Við heyrðum ekki
hvað þau sögðu, en allt í einu
hrópaði Magga: „Gerðu þetta
ekki,“ — og í sama bili heyrð-
ist högg og stuna eins og hann