Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 63
FREUD — FAÐIR SÁLKÖNNUNARINNAR
61
inn félagi í Royal Society í Bret-
landi.
Árið 1933 brenndu nazistar
bækur Freuds af því að hann var
Gyðingur; árið 1938 varð hann
að flýja frá Vín og settist þá
að í London, 82 ára gamall. Þar
dó hann ári síðar, 23. septem-
ber 1939, úr krabbameini.
Þó að kenningar Freuds séu
enn deiluefni, munu áhrif hans
á hugsunarhátt vorn og viðhorf
seint verða ofmetin. Hann færði
stórum út svið mannlegrarþekk-
ingar á vettvangi, sem áður
hafði verið lítt eða ekki kannað-
ur. Með því brautryðjendastarfi
hefur hann skipað sér á bekk
með þeim mönnum, sem valdið
hafa aldahvörfum í sögu mann-
kynsins.
Xónlistarmaður, sem imnið hefur aS
tónlistarmálum barna, ráðleggur
foreldrum:
Gefið börnunum lœkifœri til að
njóta tón lis ta r.
Grein úr „Parents’ Magazine“,
eftir Emma Dickson Sheeby.
HAMINGJUSAMT er það
barn, sem býr á heimili
þar sem einhver iðkar eða hef-
ur yndi af tónlist. Það er sama
hvort heldur pabbi og mamma
syngja, leika á eitthvert hljóð-
færi, flauta eða dansa — ef þau
aðeins finna gleði og hvíld í
því, þá munu börn þeirra einn-
ig með tímanum fá yndi af tón-
list og hljóðfalli.
En sennilega munu margir
segja: „Eiginlega get ég alls
ekki sungið, og þó að mér þyki
gaman að glamra á píanó, þá
er þetta engin tónlist." Það er
mikill skaði, hve margir telja
sig þurfa að biðja afsökunar á
getu sinni. Við eigum að vera
glöð og ánægð með afrek okk-
ar í tónlistinni og eigum ekki
að leggja strangt listrænt mat
á getu okkar. Of mörg okkar
iðka tónlist með fullkomnun að
markmiði, í stað þess að leita
í henni fróunar og gleði. Það