Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 81
HETJUR I STRlÐI OG FRIÐI
79
leg. Hún var rauðhærð, frekn-
ótt á nefinu, með þykkar málað-
ar varir og kjálka eins og hnefa-
leikamaður. Hvað um það, gráu
augun fóru henni ekki sem verst.
Og þegar hún brosti, og það
gerði hún oft, skein í hvítar og
sterklegar tennurnar. Og þann-
ig var hún sjálf, hrein og traust.
Mér leizt bezt á hana þegar hún
brosti.
„Ég veit ekki,“ sagði ég lágt.
„Æ, gerið nú þetta fyrir mig.
Jim er nýkominn af spítalanum,
veslingurinn. Ég hefði komið
fyrr, ef ég hefði getað.“
Eg stóð upp og varpaði önd-
inni.
„Ég skal reyna, frú Farr.“
„Kallið mig ekki frú Farr,
kallið mig bara Rústu. Það er í
rauninni bara stytting á Rusti-
cana. Kvöldið sem ég fæddist,
fóru pabbi og mamma að sjá
söngleik sem heitir Cavalleria
Rusticana og þá datt mömmu í
hug að skíra mig Rústu.“ Hún
hnikkti til höfðinu og rak upp
skellihlátur, „og hvað þýðir það
annars,, herra læknir?“
„1 guðana bænum kallið mig
ekki „herra“, sagði ég,.
„Jæja þá — Jumbó læknir.“
Ég fann að ég blóðroðnaði.
„Enga ósvífni," sagði ég.
„Það er fjarri mér,“ svaraði
hún án þess að láta sér bregða.
„Eg meinti ekkert illt með
þessu.“
„En hvernig vissuð þér þá —“
„Það var stelpa í næsta húsi
— ég held að hún heiti Dóra —“
„Það hefur verið frú Dodson,“
sagði ég kuldalega. „Þér eruð
heppin að hafa hlotið slíkan ná-
granna."
„Það er áreiðanlegt, hún
sagði við mig: „Læknirinn er
bezti náungi. Vitur eins og fíll
og gleymir engu. Þessvegna
köllum við hann —“.
„Við skulum leggja af stað,“
sagði ég hranalega.
Hún beið mín í dyrunum. Hún
hafði komið sínu fram. Þetta var
svo yndislegur haustmorgim, að
ég varð að fyrirgefa henni, þrátt
fyrir allt. Hún bauð mér sæti í
bílnum, en ég afþakkaði boðið
og kvaðst heldur vilja ganga.
A leiðinni gegnum þorpið
hvarf mér öll gremja. Ég komst
alltaf við þegar ég virti fyrir
mér litlu bráðabirgðahúsin, sem
hrófað hafði verið upp í svo
miklum flýti. Þau voru tákn
ótta og sársauka, en einnig bar-
áttu og vonar.
•
Búslóðin var skelfilegt sam-
ansafn. Margt var gamalt og af
sér gengið. Þarna var ruggustóll
sem virtist hafa ruggað kynslóð
eftir kynslóð. En verst var það
nýja — ódýrt og smekklaust
skran. Hún sá mig í spegli, sem
hún var að hengja upp yfir
gerviarininn.
„Lízt yður ekki vel á hann?“
spurði hún.
„Nei,“ svaraði ég.
Hún andvarpaði þungan. Svo
tók hún spegilinn niður og stakk