Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 104
102
tJRVAL
kona Bills. Þau höfðu auðvitað
ekkert húsnæði og fluttu því til
mín til bráðabirgða. Enda þótt
ég óttaðist að sambúðin yrði
ekki upp á marga fiska, rættist
betur úr en ég bjóst við. Elín
var mér ákaflega góð og sagðist
næstum geta sætt sig við að ég
væri faðir Bills. Andy kom sér
fyrir í New York, en heimsótti
okkur um helgar. Gamla drunga-
lega húsið var gerbreytt frá því
sem áður var.
Enda þótt ég færi á hverjum
degi í skrifstofuna, fylgdist ég
lítið með því sem gerðist í þorp-
inu. Ef ég hefði verið spurður,
mundi ég hafa svarað að mjög
lítið gerðist — það voru aðeins
gömlu vandræðin með biluðu
leiðslurnar og olíuofnana. Ég
hafði séð Rústu þegar hún var á
leið til vinnu sinnar eða á leið-
inni heim til þess að hugsa um
matinn fyrir Jim. Ég vissi að
Jim var á fótum, því að ég hafði
mætt honum. En það var eins
og hann forðaðist mig. Hann var
grindhoraður og úttaugaður að
sjá.
Eitt kvöldið sátum við Arn-
old deildarforseti og ég heima
hjá mér og ræddum um hvernig
nemendurnir úr Hermannaþorp-
inu hefðu staðið sig.
,,Ég er ekkert áhyggjufullur
út af af sumum piltunum, enda
þótt þeim hafi ekki gengið vel,“
sagði hann. „Þeir hafa fengið
tóm til að átta sig og kynnast
nýjum viðhorfum. Þannig er það
með Field. Hann man það sem
hann hefur lært hér. Fyrir þá
sök verður hann bæði betri vél-
virki og betri maður. Aðrir hafa
ekki gert annað en að eyða tím-
anurn fyrir sér og öðrum. Það
varð ekki hjá því kornizt að sú
yrði reyndin.
En það eru einn eða tveir
sem eru á hættulegri braut —
Allan Harding og Jim Farr ■—
— tveir beztu piltarnir —“
Ég yljaði mér á höndunum
við arineldinn.
„Hvað er um þá?“ spurði ég.
„Harding drekkur of mikið.
Það væri búið að reka hann úr
skólanum fyrir mörgum vikum,
ef hann hefði ekki fengið þetta
heiðursmerki og ætti ekki móð-
ur, sem mér skilst að hafi fórn-
að svo miklu fyrir hann. Þar
fer illa gott mannsefni. Eitthvað
hefur farið úr skorðum, hvað
það er vitum við ekki. En mál
hans liggur að öðru leyti ljóst
fyrir. Það er þyngri þrautin að
skilja hvað gengur að Jim Farr.
Honurn gekk prýðisvel í skóla.
Og það kemur fyrir að hann
stendur sig ágætlega. En annað
veifið er hann gersamlega utan
við sig. Ég býst við að hann hafi
komið hingað of fljótt. Hann
hefði þurft að hvíla sig í eitt ár.
Og svo er það þessi kona hans.“
„Hvað er að henni?“ spurði
ég snöggt (því að þegar hér var
komið var mér ekki orðið sama
um Rústu). „Hvað er að henni
að finna?“
„Ekkert. Nema ef liún skyldi
vera of dugleg. Rústa Farr er