Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 7
TILVEKAN 1 NÝJU LJÖSI
5
svo mætti segja, sjálfstæð. Af
því leiddi, að hin lífeðlisfræði-
lega skynsemi, sem stjórnaði
líkamanum, var einnig sjálf-
stæð. Á þessari stundu var hið
afskiptasama, taugaveiklaða
„ég“, sem í vöku reynir að halda
í stjórnartaumana, blessunar-
lega fjarri."
Þegar út í garðinn kom birt-
ist honum samskonar opinber-
un og hann hafði skömmu áður
séð við að horfa á fellingarnar
í buxunum sínum: „Þessi garð-
stóll — rnun ég nokkurn tíma
gleyma honum?“ segir hann.
„Þar sem skuggar féllu á strig-
ann skiptust á rendur í djúpum,
glóandi indígólit og svo geisl-
andi bjartar ljósrendur, að erf-
itt var að trúa því, að þær ættu
upptök sín í öðru en bláum eldi.
Oendanlega lengi, að mér
fannst, starði ég á þetta, án þess
að vita, jafnvel án þess að vilja
vita, hvað það væri ... I dag
hafði sjónin gleypt hugsunina.
Ég var svo algerlega niðursokk-
inn í að horfa, svo gagntekinn
af því sem ég sá, að ég gat ekki
skynjað neitt annað . . . Það var
ólýsanlega dásamlegt, svo dá-
samlegt að jaðraði við hið
skelfilega. Og skyndilega varð
ég þess áskynja hvernig það er
að vera brjálaður. Kleyfhuginn
á sínar sælustundir engu síð-
ur en kvalarstundir. Ég minnist
þess ;sem gamall vinur minn,
sem dáinn er fyrir mörgum ár-
um, sagði mér um konu sína,
Framhald d nœstu síðu.
Ur „Doors of Perccption",
eftir Aldous Huxley.
„Alhugurinn“.
Eftir þessa reynslu mína hef ég
komizt á sömu skoöun og hinn
kunni heimsspekingur dr. C. D.
Broad i Cambridge þar sem hann
segir: „Vér ættum a3 hugleiða
miklu betur en hingað til þá kenn-
ingu, sem Bergson setur fram í
sambandi við minnið og skynjun-
ina. Skoðun hans er sú, að starf
heilans og taugakerfisins og skyn-
færanna sé aö mestu leyti útilok-
andi, en ekki skapandi. Sérhver
maður sé á hverri stundu fær um
að muna allt sem komið hefur fyr-
ir hann og skynja allt sem er að
ske allsstaðar í heiminum. Hlut-
verk heilans og taugakerfisins sé
að vernda oss gegn því að yfir-
bugast og verða rugluð af allri
þessari vitneskju, sem er oss að
mestu leyti óviðkomandi og
gangslaus, með því að útiloka
mest af því sem vér ella mynd-
um skynja og muna, og velja úr
það örlitla sem líklegt er að komi
oss að gagni.“ Samkvæmt þessari
kenningu býr í oss möguleiki til
þess að vera það sem kalla mætti
„Alhugur" (Mind at Large). En að
því leyti, sem vér erum dýr, miða
gjörðir vorar framar öllu að því að
halda lifinu. Til þess að vér getum
lifað verður „Alhugurinn" að fara
í gegnum þá síu sem vér nefnum
heila og taugakerfi. Það litla sem
síast í gegn er sú vitund sem
hjálpar oss til að lifa á yfirborði
þessarar sérstöku plánetu. Til þess
að forma og tjá þennan vott vit-
Framhald á nœstu síðu.