Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 98
96
TJHVAL
sagði ég við sjálfan mig. Hún
heimtaði jafnvel að fá að raka
mig. Þegar ég snerist til varnar,
hótaði hún að skera mig á háls.
Mér leið miklu betur á eftir —
hafði jafnvel góða lyst á heitri
súpu, sem hún færði mér. Svo
settist hún á stól við rúmstokk-
inn og hressti mig með slæmum
fréttum. Helmingurinn af þorps-
búum var kominn í rúmið, sum-
staðar lágu heilar fjölskyldur
— það yrði ekki komizt hjá að
fresta jólafagnaðinum til nýj-
ársins.
„Ég verð búin að koma þeim
á fætur þá,“ sagði hún eins og
hún stjórnaði öllum heiminum.
Og vissulega stjórnaði hún
nokkrum hluta hans. Það glopr-
aðist upp úr henni, að þetta væri
tuttugasta heimilið sem hún
hefði heimsótt síðasta sólar-
hringinn. Allt í einu tók ég eftir
því hve þreytuleg hún var.
Þreytan svarf af henni ójöfn-
urnar og gerði hana virðulega.
Ég var handviss um, að ef henni
entist líf og heilsa, yrði hún
tíguleg gömul kona.
„Jim vildi endilega hjálpa
mér,“ sagði hún. „Hann ætlaði
ekki að láta undan. Ég varð að
beita hörðu. Hann er líka veikur,
veslingurinn. En það er meira
en inflúensan sem gengur að
honum."
„Hvað er það?“ spurði ég
kvíðinn.
Hún hristi höfuðið. „Ég veit
það ekki. Hann borðar ekki.
Hann er hættur að lesa. Hann
liggur bara og starir út í bláinn.
Ég býst við að það sé stríðs-
þreytan eða hvað það er nú
kallað. Dr. Sanders vildi leggja
hann í sjúkrahús, en ég barð-
ist eins og ljón á móti því. Það
myndi gera út af við hann, ef
hann væri lagður í sjúkrahús.
Ég sagði dr. Sanders að ég gæti
hjúkrað honum.“
„En þú hjúkrar honum ekki,“
sagði ég. „Þú hjúkrar öllum
öðrum —“
Hún sat með krosslagðar
hendur og leit ekki á mig.
„Dóra lítur eftir honum. Hún
hefur ekki heilsu til að leggja
meira á sig. En hún getur alltaf
skroppið í næsta hús og setið
hjá honum.“
„Ef til vill er hann ekkert
hrifinn af þessum heimsóknum
hennar," sagði ég gremjulega.
„Jú, hún er einmitt sú rétta
eins og á stendur. Ég er of sterk
og hörð fyrir Jim. Hann vant-
ar milda og ástúðlega konu, sem
álítur að hann sé mesta hetja,
sem uppi hefur verið.“
„Álítur þú það ekki?“
„Nei,“ sagði hún blátt áfram.
„Mér þykir vænt um hann. Ég
veit að hann er bezti drengur.
En ég veit líka hvar hann er
veikur fyrir — og honum er það
Ijóst. Hann getur ekki þolað það.
Það er bezt að ég dragi mig í
hlé.“
Ég reis upp við dogg.
„Heyrðu mig,“ sagði ég,
„þetta er ákaflega alvarlegt.“
„Já, það er alvarlegt." En