Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 53
TRUFLUN Á AÐLÖGUN
51
un á berki nýrnahettanna, lækk-
un blóðþrýstings o. s. frv. Þetta
er „lasleikastig“.
Ef dýrið lifði af byrjunarlost
sköddunarinnar í nokkra
klukkutíma eða daga, fór því
að batna og margar þær breyt-
ingar, sem einkenndu viðvörun-
arstigið hurfu smátt og smátt;
þetta er mótstööustigið.
Væri ofreynslan aftur á móti
látin halda áfram án afláts og
reyndist vörnunum um megn,
komu aftur fram losteinkenni,
eins og í upphafi, og dýrið dó úr
ofþreytu. (Svipaðar breytingar
þekkjast auðvitað líka hjá
mönnum við tilsvarandi of-
reynslu).
Þessi svör virtust mjög þýð-
ingarmikil og dr. Selye hélt á-
fram nánari athugun á þeim.
Næst fannst það, að brottnám
barkarins af nýrnahettunum
hindraði það að fram kæmu
f lestar aðalbreytingar viðvörun-
arstigsins. Og meira en það,
dýrið gat varla varizt nema lítil-
fjörlegustu ofreynslu, svo sem
smávegis hita eða kuldaáverka.
Næsta spurning — „hvað
vakti nýrnahettubörkinn til
verka?“ — reyndist erfiðari við-
fangs. Engin breyting varð þótt
skornar væru sundur taugar
þær, sem taldar voru stjórna
kirtlunum.
Árið 1937 var það vel þekkt,
að heiladingullinn, lítill kirtill,
sem hangir neðan úr heilanum,
er aðalkirtillinn, sem stjórnar
eggjakerfunum og kynhring-
rás hjá kvenkyni spendýr-
anna. Sérhver ofreynsla, sem
vakti viðvörunarsvar (hér má
bæta við áhyggjum hjá mann-
skepnunni) gat truflað þessa
hringrás með því að koma fyrst
óreglu á vakaútskilnað heila-
dingulsins. Dr. Selye tók þenn-
an kirtil burtu hjá rottum og
komst þá að raun um, að við-
vörunarsvar kom ekki við of-
reynslu og auk þess rýrnaði
börkur nýrnahettanna.
Næsta skref var að skilja að
þá vaka (hormón), sem þessir
kirtlar veita inn í blóðrásina,
einn eða fleiri frá heiladingl-
inum, sem orka á nýrnahetturn-
ar (þeir sem áður voru kunnir
og orka á eggjakerfin hafa eng-
in áhrif á nýrnahettumar) og
ýmsa vaka frá berki nýrnahett-
anna, sem orka á líkamann sem
heild við ofreynslu. Hinir síðar-
nefndu virðast til þess ætlaðir
að vernda dýrið svo sem hægt
er fyrir alvarlegum skemmdum
og leysa varnir úr læðingi gegn
slysum og sjúkdómum.
Adrenal corticoid.
Alla þessa vaka tókst að
skilja að á árunum 1935 til 1943
en það var fyrst þegar hægt var
að framleiða þá í stærri stíl, til
rannsókna, að óvæntir atburð-
ir komu í Ijós.
Dýratilraunir sýndu fljótt,
að börkur nýrnahettanna fram-
leiddi að minnsta kosti tvo
vaka, eða jafnvel tvo vaka-