Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 9

Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 9
TILVERAN I NÝJU LJÓSI 7 lega heimi þar sem veruleikinn birtist honum aðeins sem tákn, gæti afborið. „1 frásögnum af trúarreynslu,“ segir hann, „er þráfaldlega getið um þær kval- ir og ógnir sem yfirskyggja þá er skyndilega standa andspænis opinberun Mysterium tremend- um — hins óttalega leyndar- dóms. Á máli guðfræðinnar staf- ar þessi ótti af ósamþýðanleik mannlegrar eigingirni og guð- legs hreinleika.“ Þrátt fyrir þessa reynslu sína hikar Huxley ekki við að leggja til að meskalín verði gefið frjálst til sölu lianda almenn- ingi. Endurtekin neyzla slíks nautnalyfs, sem ekki gerir neyt- andann að þræl sínum eins og ópíum og kókain, sé rniklu á- kjósanlegri en neyzla áfengis og tóbaks, sem nú eru mest notuð allra nautnalyfja. Orðrétt segir hann: „Það er í hæsta máta ó- líklegt, að mannkynið geti nokk- urntíma lifað án gerviparadís- ar. Flestir menn og konur lifa, þegar verst gegnir svo kvalar- fullu, og þegar bezt gegnir svo tilbreytingalausu, fátæklegu og takmörkuðu lífi, að hvötin til að sleppa, löngunin til að yfirstíga sjálfan sig þótt ekki sé nema stutta stund, er og hefur alla tíð verið ein helzta þrá sálar- innar. Listir og trúarbrögð, karnival og þjóðhátíðir, dans og fundahöld — allt eru þetta „Dyr á Veggnum“ eins og H. G. Wells kallaði það. Handa einstaklingn- um og til daglegrar notkunar magnlnu sem heilafrumurnar fá. Meskalín dregur úr myndun þess- ara efnakljúfa og minnkar þannig næringuna sem heilanum berst. Hvað gerist þegar meskalínið varnar því að heilinn fái eðlilegt sykurmagn ? Of fáar tilraunir hafa verið gerðar og þessvegna er enn ekki hægt að svara því með vissu. En það sem kom fyrir flesta þá er tekið hafa meskalín undir eft- irliti má í stuttu máli lýsa á þessa leið: (1) Hæfileikinn til að muna og „hugsa rökrétt" minnkar lítið eða ekkert. (Þegar ég hlustaði á hljóðritunina á því sem ég sagði undir áhrifum meskalínsins, gat ég ekki heyrt að ég væri neitt heimskari í tali en ég á að mér.) (2) Sjónáhrifin magnast geysi- lega og augun öðlast aftur nokk- uð af hinni saklausu, fersku skynjun bernskunnar, þegar öll skynjun er ekki samstundis sett undir mæliker skynseminnar. Rúmið, þriðja víddin, skiptir ekki lengur verulegu máli og tíminn alls engu. (3) Þó að skynsemin sé óskert og öll skynjun verði miklu skarp- ari, gegnir öðru máli um viljann, hann lamast stórlega. Meskalín- neytandinn sér enga ástæðu til að gera neitt sérstakt og finnst flest þau málefni, sem hann á öðrum tímum er reiðubúinn að vinna og þjást fyrir, gjörsamlega þýðingar- laus. Hann getur ekki látið sig þau neinu skipta af þeirri góðu og gildu ástæðu, að hann hefur ann- að og betra um að hugsa. (4) Þetta „annað og betra“ get- ur hann skynjað (eins og ég) „fyrir utan“ eða „hið innra", eða í báðum heimum, hinum innri og hinum ytri, samtímis eða sitt á hvað. Að það sé betra virðist öll- um meskalínneytendum augljóst, sem eru andlega og líkamlega heilbrigðir eru. Þessi áhrif meskalínsins eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.