Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 61

Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 61
FREUD — FAÐIR SÁLKÖNNUNARINNAR 59 sektarvitundar, kvíða eða ann- ars svipaðs. Næstum allir geðlæknar nú- tímans aðhyllast þessar skoðan- ir hins austurríska brautryðj- anda. Þeir viðurkenna einnig þá nafnkunnu kenningu hans, að draumar séu táknrænar myndir, sem dulvitaðar langanir taka á sig. Sú uppgötvun Freuds, að menn bæli eða grafi niður í dul- vitundinni endurminningar og tilfinningar, sem eru of sárs- aukafullar til þess að vitundin geti þolað þær, er einnig almennt viðurkennd. Svo og þær merki- legu athuganir hans, að reynsla jafnvel í frumbernsku geti haft áhrif á mann allt lífið, og að sálfræðilega mótist maðurinn þegar í bemsku. Deilurnar, sem geisað haf a um Freud og kenningar hans, hafa einkum snúizt um tvö atriði. Annað er sú trú Freuds, að vér nútímamenn séum allir dæmdir til stöðugrar innri togstreitu og taugaveiklunar. Að áliti Freuds — sem var siðavandur að eðlis- fari, þrátt fyrir allar ásakanir um hið gagnstæða — getur sam- félagið aldrei þolað að menn fullnægi dulvituðum, frumstæð- um löngunum sínum. Með því að slíkar langanir búa í oss öllum, hlýtur eilíf innri tog- streita að verða hlutskipti vort; þegar bezt lætur, getum vér lært að lifa í einskonar vopnuðum friði við hinar „IcL-ísku“ langan- ir vorar. Ekki eru allir nútíma geðlæknar svona svartsýnir á framtíð mannsins; þeir sem bjartsýnni eru segja, að ekki séu allar dulvitaðar langanir í eðli sínu andfélagslegar, og auk þess sé hægt að breyta þeim. Hitt atriðið, og það sem heit- astar deilur hafa staðið um, er sú skoðun Freuds, að kynhvötin — eða libido eins og hann kallar hana — sé meginhvöt dulvitund- arinnar og það afl, sem mestu ræður um starfsemi hennar. Er frá leið, rýmkaði hann merk- ingu hugtaksins libido, og skil- greindi það að lokum sem sér- hverja hvöt til að leita ánægju eða unaðar, svo sem t. d. ást á góðum mat og yndi af tónlist. En fyrst þegar Freud talaði um kynhvötina, átti hann við hana eina, og hann taldi alla tíð kynhvötina til þess sem hann kallaði libido. Það var skoðun hans, að margar, ef ekki flestar, geðrænar truflanir, ættu rætur að rekja til ófullnægðrar kyn- hvatar. Flestir geðlæknar eru nú þeirr- ar skoðunar, að kynhvötin og sérhver önnur eftirsókn eftir un- aði séu að vísu máttug öfl í lífi mannsins, en fleira komi til: valdafíkn, sköpunarþrá og önn- ur sálræn öfl hafi einnig sín áhrif. Þegar Breuer og Freud byrj- uðu, kringum 1890, að kanna dulvitundina, fengu þeir sjúklingana til að minnast „gleymdra“ atvika með því að dáleiða þá og segja þeim að tala. En það kom í ljós, að suma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.