Úrval - 01.06.1954, Page 81

Úrval - 01.06.1954, Page 81
HETJUR I STRlÐI OG FRIÐI 79 leg. Hún var rauðhærð, frekn- ótt á nefinu, með þykkar málað- ar varir og kjálka eins og hnefa- leikamaður. Hvað um það, gráu augun fóru henni ekki sem verst. Og þegar hún brosti, og það gerði hún oft, skein í hvítar og sterklegar tennurnar. Og þann- ig var hún sjálf, hrein og traust. Mér leizt bezt á hana þegar hún brosti. „Ég veit ekki,“ sagði ég lágt. „Æ, gerið nú þetta fyrir mig. Jim er nýkominn af spítalanum, veslingurinn. Ég hefði komið fyrr, ef ég hefði getað.“ Eg stóð upp og varpaði önd- inni. „Ég skal reyna, frú Farr.“ „Kallið mig ekki frú Farr, kallið mig bara Rústu. Það er í rauninni bara stytting á Rusti- cana. Kvöldið sem ég fæddist, fóru pabbi og mamma að sjá söngleik sem heitir Cavalleria Rusticana og þá datt mömmu í hug að skíra mig Rústu.“ Hún hnikkti til höfðinu og rak upp skellihlátur, „og hvað þýðir það annars,, herra læknir?“ „1 guðana bænum kallið mig ekki „herra“, sagði ég,. „Jæja þá — Jumbó læknir.“ Ég fann að ég blóðroðnaði. „Enga ósvífni," sagði ég. „Það er fjarri mér,“ svaraði hún án þess að láta sér bregða. „Eg meinti ekkert illt með þessu.“ „En hvernig vissuð þér þá —“ „Það var stelpa í næsta húsi — ég held að hún heiti Dóra —“ „Það hefur verið frú Dodson,“ sagði ég kuldalega. „Þér eruð heppin að hafa hlotið slíkan ná- granna." „Það er áreiðanlegt, hún sagði við mig: „Læknirinn er bezti náungi. Vitur eins og fíll og gleymir engu. Þessvegna köllum við hann —“. „Við skulum leggja af stað,“ sagði ég hranalega. Hún beið mín í dyrunum. Hún hafði komið sínu fram. Þetta var svo yndislegur haustmorgim, að ég varð að fyrirgefa henni, þrátt fyrir allt. Hún bauð mér sæti í bílnum, en ég afþakkaði boðið og kvaðst heldur vilja ganga. A leiðinni gegnum þorpið hvarf mér öll gremja. Ég komst alltaf við þegar ég virti fyrir mér litlu bráðabirgðahúsin, sem hrófað hafði verið upp í svo miklum flýti. Þau voru tákn ótta og sársauka, en einnig bar- áttu og vonar. • Búslóðin var skelfilegt sam- ansafn. Margt var gamalt og af sér gengið. Þarna var ruggustóll sem virtist hafa ruggað kynslóð eftir kynslóð. En verst var það nýja — ódýrt og smekklaust skran. Hún sá mig í spegli, sem hún var að hengja upp yfir gerviarininn. „Lízt yður ekki vel á hann?“ spurði hún. „Nei,“ svaraði ég. Hún andvarpaði þungan. Svo tók hún spegilinn niður og stakk
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.