Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 19
RÝTINGURINN
17
hefði hlaupið lengi. Fæturnir
voru þungir sem blý. Hinar
skýru hugsanir runnu allt í
einu saman í seiga, ógreiðanlega
bendu. Það féll eitthvað til
botns í honum, eins og full-
þroska ávöxtur, sem losnar af
grein og fellur til jarðar. Allt
var óbreytt, ef til vill var öll
von um breytingu úti. Uppi í
íbúðinni beið konan hans. Feg-
in mundi hún sýna honum rýt-
inginn. Eins og alltaf áður
myndu þau halda sig frammi í
eldhúsi og tala þar saman með-
an hann sæti inni í stofu, hugs-
andi, einmana og önuglyndur og
biði eftir matnum.
Drengurinn leit kvíðafullur á
hann. Hann varð að hlaupa til
þess að geta fylgzt með föður
sínum. „Af hverju ertu ekki
glaður, pabbi?“ spurði hann
hnugginn.
Hann fékk ekkert svar.
□---Q
Stærri — minni.
Kona kom inn í skóbúð að kaupa sér skó, en það reyndist
erfitt að gera henni til hæfis, — ef skór passaði henni á vinstri
fót, þá var hann of lítill á hægri fót, og öfugt. „Það er ekki svo
gott við að gera," sagði afgreiðlsumaðurinn þreytulega. „Annar
fóturinn á yður er stærri en hinn." Konan fór án þess að kaupa
nokkra skó.
I næstu skóbúð reyndist jafnerfitt að finna handa henni mátu-
lega skó, en afgreiðslumaðurinn þar kunni betur sitt fag. Hann
brosti til konunnar og sagði ísmeygilega: „Vissuð þér, frú, að
annar fóturinn á yður er minni en hinn?" Konan keypti tvenna
skó! — Wall Street JournaJ.
★
Mikill í munni.
Samanrekinn náungi, sem sat við barendann, var tekinn að
gerast nokkuð hávær, en honum var ekki sinnt. Þá brýndi hann
raustina og sagði um leið og hann veifaði pappirsblaði: „Heyrið
þið, piltar, ég er búinn að skrifa hér nöfn þeirra, sem ég get
barið í klessu!"
Stór og mikill raumur stóð upp og gekk til hans allt annað
en blíðlegur á svip. ,.Er ég á listanum?" spurði hann.
„Já,“ sagði sá við barendann, en var nú ekki eins hávær og áður.
„Ég er nú ekki viss um nema það yrði ég sem berði þig í
klessu, ef til kæmi," sagði raumurinn. „Hvað viltu gera í málinu?"
„Það skal ég segja þér," sagði hinn og brýndi raustina aftur.
„Ég strika nafn þitt út af listanum!" — Pageant.
3