Úrval - 01.06.1954, Side 36

Úrval - 01.06.1954, Side 36
34 ÚRVAL hugkvæmzt að segja manni um ónáttúrlegt meðgönguástand, þegar það veit að maður er með barni. Á öðrum mánuði fékk ég í hendur bók, sem taldi sig hafa að geyma allan fróðleik um barnshafandi konur. Hún dró upp þvílíka skelfingarmynd af ástandinu, að mér var allri lok- ið. Ég las um morgunuppsölu og matarógeð, um brjóstsviða, eggjahvítu í þvagi og löngun til að éta sand, um krampa, utan- legsfóstur og margt fleira, sem lýst var með hinum hryllilegustu ljósmjmdum, þangað til ég fleygði í sjálfsvörn frá mér bók- inni. Ef ég átti á hættu að eitt- hvað af þessu kæmi fyrir mig, eða kannski allt saman, þá var bezt að vita sem minnst um það fyrir fram. Nú er meðgöngutími minn senn á enda án þess að ég hafi nokkurn tíma haft morgunupp- sölu eða étið sand. Ég fór því að blaða í þessari bók af tur fyrir nokkrum dögum til þess að at- huga hvort ég hefði mislesið eitthvað í fyrra skiptið. Og sjá, þama stóð, og það meira að segja með skáletri: flestar fœð- ingar hafa e&lilegan gang, án þess nokkuð komi fyrir. En því miður var þessi skáleturs- klausa á öftustu síðu, með að- vömnum í bak og fyrir, Svo langt hafði ég ekki komizt í lestrinum í fyrra skiptið, og láir mér það væntanlega enginn. En á það er hvergi minnzt, að meðgangan getur verið tími hamingju og auðlegðar, styrks og innri samkenndar, að litla veran, sem vex inni í manni get- ur vakið hjá manni áður óþekkta samkennd með öllu, sem lifir og vex. Það eitt að vita þetta, er til þess fallið að beina manni á rétta braut, en lýsingar í hroll- vekjustíl eru til þess eins falln- ar að ala á ímyndunarveiki í okkur. Til allrar hamingju em hvorki Mikael né læknirinn minn sama sinnis og bókarhöfundur. Lifið eins og þér hafið gert, sagði læknirinn þegar ég kom til hans í fyrsta skipti. Stundið vinnu yðar og borðið og drekkið eins og áður. Gleymið bara ekki að taka lýsi á hverjum degi og þvagpmfu hálfsmánaðarlega. Og þeim ráðum hef ég fylgt trúlega. Nú borðum við Mikael að vísu meira af ávöxtum og grænmeti en almennt gerist, og drekkum mikla mjólk, og kemur því af sjálfu sér, að mataræði mitt er svipað því sem barnshafandi konum er ráðlagt. Áfengi og sígarettur hef ég aldrei verið mikið fyrir, og hefur það ekki breytzt. Ég stunda vinnu mína eins og venjulega, þó að ég sé komin á síðasta mánuð, og annast heim- ilið með húshjálp einu sinni í viku. Það er aðeins á ferðalög- um, sem ég hef stundum orðið hálfsmeyk um að bamið kæmi meðan ég væri í lestinni, en
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.