Úrval - 01.06.1954, Page 96

Úrval - 01.06.1954, Page 96
94 tJRVAL, áður, en það var eðlileg hræðsla, hræðsla við að skrokkurinn yrði fyrir skakkaföllum. Þetta er allt annað — ég get ekki ráðið við það.“ „Hefur þú sagt Rústu frá þessu?“ „Það hefði enga þýðingu. Hún hræðist ekkert — hvorki dauð- ann né djöfulinn." Hann reis á fætur. Það var eins og hon- um væri um megn að sitja kyrr stundinni lengur. „Ef það væri ekki hennar vegna, þá myndi ég fara héðan,“ sagði hann. „Ég myndi fara eitthvað vestur og reka benzínstöð meðan ég væri að jafna mig. En þetta tækifæri býðst ekki oftar. Og auk þess væri það illa gert af mér. Hún giftist hermanni en ekki raggeit. Og hún hefur skapað sér at- vinnu hér — ágæta atvinnu —. Guð minn góður, mér finnst ég vera svo mikill auli —“ Mér gafst ekki tími til að svara, því að í næstu andrá opn- uðust dyrnar og Dóra birtist í gættinni. Hún var í regnkápu og hafði dregið hettuna yfir Ijóst hárið. Regnvott andlitið, sem gægðist undan hettunni, var eins og saklaust og elskulegt barns- andlit. 1 fyrstu tók hún ekki eftir mér. Hún horfði á manninn sem stóð andspænis henni. „Jim —“ sagði hún. Hann hlýtur að hafa varað hana við með einhverju móti, og ég verð að játa, að henni tókst prýðilega að koma sér úr klípunni. „Okkur Phil langaði til að bjóða þér að borða með okk- ur,“ sagði hún. „Við vissum að Rústa var að vinna. okkur datt í hug að þú værir kannski ein- mana —“ Hún leit brosandi til mín. „Þér komið auðvitað líka.“ Jim einblíndi á hana. „Ég á eftir að lesa svo mikið, Dóra,“ sagði hann. „Ég verð að minnsta kosti að reyna að lesa. En ég þakka þér fyrir boðið.“ Svo bætti hann við með áherzlu: „Ég þakka ykkur báðum.“ Að vísu var þeim ljóst að ég stóð þarna hjá þeim, en samt var eins og þau gleymdu því. Satt að segja vissi ég ekki hvað ég átti af mér að gera. Ég þótt- ist vita að þau óskuðu einskis fremur en að ég færi, en ef ég gerði það, myndi það aðeins verða til þess að flýta fyrir úr- slitunum, sem voru yfirvofandi, enda þótt þau gerðu sér ekki grein fyrir því. Þegar til kom þurfti ég ekki að taka neina ákvörðun. Rústa stóð allt í einu í dyrunum, rennvot og veður- barin — og hlæjandi. Hafi henni þótt eitthvað grunsamlegt, þá lét hún að minnsta kosti ekki á því bera. „Almáttugur, hvað ég er fegin að vera komin heim! Ég losnaði snemma. Veizlan er enn í full- um gangi.“ Hún stakk hendinni undir handlegg Dóru. „Við skul- um ráðast á ísskápinn, ljúf- an mín. Ég rakst á mann- inn þinn, hann var að koma út
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.