Úrval - 01.06.1954, Qupperneq 68
66
ÚRVAL
frá sér djúpan, hljómmikinn
tón, jafnframt fann hann
greinilega, að hún titraði í
höndum hans. Hinar hellurnar
gáfu einnig frá sér hljóm þeg-
ar slegið var á þær.
A safninu í París hefur hell-
unum nú verið raðað eins og
líklegt er að þeim hafi verið
komið fyrir í fornöld: á tvo
mjóa trélista. Þannig er hægt
að leika á þær eins og xylófón.
Sérfræðingar í tónlist, sem
skoðað hafa þessar syngjandi
hellur, hafa komizt að þeirri
niðurstöðu, að sjö þeirra eigi
saman og hafi verið raðað eft-
ir svokölluðum pentatóniskum
tónstiga, sem tíðkast á Java.
Þrjár hellurnar voru hluti af
öðru hljóðfæri með öðrum tón-
stiga. Ellefta hellan var
skemmd. Það er hægt að leika
allskonar lög á þetta stein-
hljóðfæri, og ekki þarf að slá
nema laust á hellurnar til þess
að fá þær til að syngja.
Það er merkilegt að fá þarna
sönnur á, hve ævafornir þess-
ir sérstöku tónstigar og tón-
kerfi Suðaustur-Asíu eru. Stein-
hljóðfæri þetta mun vera
elzta hljóðfæri, sem fundizt
hefur. Það er frá miklu eldra
menningarskeiði en hin víð-
kunna harpa með gyllta geit-
hafurshöfðinu, sem enski forn-
minjafræðingurinn Wooley
fann í hinum babýlonísku kon-
ungagröfum í Úr. Aðferðin við
vinnslu þessara steinhhellna er
kunn. Hún tíðkaðist hjá stein-
aldarþjóðflokki, sem lifði í
Indókína frá því um 9000 til
4000 f. Kr. Þessi þjóðflokkur,
sem var af hinum svonefnda
Bacsonkynþætti, gerði sér gróf
og frumstæð steináhöld úr
sömu steintegund og hellurnar
í hljóðfærinu — einskonar
hraungrýti, sem breytzt hefur
undir fargi jarðskorpunnar
þannig að það er tiltölulega
auðunnið, en þó endingargott.
Mikla nákvæmni hefur þurft
til að sníða til og „stemma“
hellurnar. Sjá má á þeim, að
meitlaðar hafa verið úr þeim
örlitlar flísar þangað til feng-
inn hafði verið hinn rétti tónn.
Lengstu og þyngstu plöturnar
gefa raunar ekki frá sér dýpstu
tónana. Þéttleiki efnisins virð-
ist ráða meiru um tónhæðina
en stærðin, þó að hún hafi einn-
ig nokkuð að segja. Sumar
hellurnar eru örlítið ávalar.
Það er í rauninni merkilegt
íhugunarefni, að þessi steinald-
arþjóð, sem lifði í svo mildu
loftslagi og frjósömu landi, að
hún komst af með grófgerð
steináhöld, skuli hafa lagt á
sig erfiði og fyrirhöfn í þágu
menningar og lista.
— Magasinet.
Andremma.
Andremma er kvilli, sem
mörgum hefur orðið til ama.
Sá sem haldinn er þessum
kvilla veit sjaldan af því sjálf-
ur, því að hann finnur ekki
óþefinn út úr sér, en hann verð-