Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 5
REYKJAVlK
6. HEFTI 1955
14. ÁRGANGUR
Ævintýrið um „apafóstrið“.
Úr bókinni „Life — the Great Adventure“,
eftir Paul Bodin og- Jean Rostand.
7 síðasta hefti Úrvals birtist fyrsti kaflinn úr bókinni „Life — -
the Great Adventure“, of/ vísast til greinargerðar um bókina í því
Jiéfti. Hér kemur annar kaflinn. 1 fyrsta kaflanum, „Sköpunar-
undrið“, rœddu þeir félagar um uppruna lífsins og þróun þess.
Hér rœða þeir um uppruna mannsins, vega og meta þœr kenn-
ingar sem uppi liafa verið og eru um skyldleika mannsins við
dýrin. Er margt nýstárlegt í því samtáli.
Paul Bodin: Hvernig getum
við bezt gert okkur Ijósa mynd
af því hvernig formennskar
lífverur breyttust í menn ?
Hvernig getum við, í ljósi nú-
tímavísinda, séð þessa umbreyt-
ingu úr einu formi í annað ? Þér
hafið sjálfur, að mig minnir,
talað um „seinkaðan þróunar-
feril“, og það er, ef mér skjátl-
ast ekki, hið sama og átt er við
þegar talað er um ,,fóstur“
kenninguna.
Samkvæmt þeirri kenningu
er maðurinn, í samanburði við
apana, það sem kalla mætti
„tegund, sem staðnað hefur í
þroska“, eða við skulum held-
ur segja dýr, sem er dröttólfur
frá sjónarmiði myndunarfræð-
innar. Mér finnst þó, að þessi
skilgreining sé lítið annað en
orð, er séu fjarri því að skýra
það sem við viljum vita. Getið
þér sagt okkur, í glöggu máli,
hvað felst í raun og veru í þess-
ari ,,fóstur“ kenningu?
Jean Rostand: Það var hol-
lenzki líffærafræðingurinn
Bolk, sem varð fyrstur til þess
(1926) að vekja athygli á þeirri
staðreynd, að maðurinn líkist
drjúgum meira apafóstri en
fullvöxnum apa. Apafóstrið
hefur tiltölulega stórt höfuð,
flatt andlit, lítið framstæðar
augabrúnir og ljóst, hárlaust
hörund.
•jáéj
.... 1 ðW