Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 81
Hvað gerir maður ekki nú á dögum
tii að halda góðri stúlku!
Sjálfskipaða þernan okkar í Singapore.
Grein úr „Reader’s Digest",
eftir Jolin E. Carlova,
aðstoðarritstjóra Singapore Straits Times.
r
EG var ekki búinn að vera
lengi í Singapore þegar ég
hafði eignazt lögregluhund,
páfagauk, apa og fallega konu,
sem bar gælunafnið Glókollur,
þó að hún væri dökkhærð. Þetta
var helzt til fyrirferðarmikil
fjölskylda fyrir herbergin mín
þrjú í Raffleshóteli og ég flutti
því með dýragarð minn í ein-
býlishús í úthverfi borgarinnar.
Svo hófst leitin að Ama. Þetta
kínverksa orð þýðir orðrétt
„litla mamma", en merkir í raun
og veru þjón eða þernu í ein-
hverri mynd. í Singapore aug-
lýsir maður ekki eftir þjóni;
þú lætur þess aðeins getið við
malajska bílstjórann, sem ekur
bílnum þínum, eða kínverska
drenginn, sem gengur um beina
í Krikketklúbbnum, að þig vanti
húshjálp. Við gerðum þetta og
árangurinn lét ekki á sér standa.
Tugir umsækjenda komu —
Kínverjar, Malajar, Indverjar
og kynblendingar af öllum litum
og stærðum. Ég forðaði mér og
lét Glókoll um valið.
Þegar ég kom heim seinna um
daginn, var allt á tjá og tundri
Húsgögnunum hafði verið hrúg_
að út á svalir, gólfteppin lágu
á handriðunum og vikadrengur-
inn stritaðist sveittur við að slá
blettinn með sláttuvélinni, rek-
inn áfram af hvatningarorðum
á kínversku, sem öðru hvoru
bárust innan úr húsinu. Ég fann
konuna mína í svefnherberginu.
„Er þetta aman sem þú réðir?“
spurði ég. Glókollur kinkaðl
kolli.
„Kann hún ensku?“
„Nei.“
„Hefur hún nokkur með-
mæli?“
„Ég veit það ekki.“
„Af hverju valdirðu hana?,£;
„Ég valdi hana ekki,“ sagði
Glókolíur. „Hún valdi mig. Hún
brosti til mín breiðu brosi, rak
alla hina umsækjendurna á dyr
og hófst þegar handa í húsinu.“
„Af hverju rakstu hana ekki
á dyr?“ spurði ég.
„Mér lízt vel á hana,“ sagði
konan mín og bætti svo við af
sinni ómótmælanlegu rökvísi:
„Hún er alveg eins og Wallace
Beery.“
Þó að þessi sjálfskipaða þerna.