Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 79

Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 79
TVÍEÐLI KONUNNAR 75 Margar konur sýna aftur á móti hálfkæfða reiði, sem er ef til vill réttlátt andóf gegn ríkj- andi ástandi. Því að fjöldi kvenna ber nú þyngri byrðar en þær hafa áður þurft að axla. Þær vinna samfélaginu mikið gagn, en þær gera það með því að leita styrks í þeim eðlisþætti sínum, sem til skamms tíma hefur verið þeim hulinn. Þarf nokkurn að undra, þó að þær hafi orðið að gjalda slíkt dýru verði ? Við skulum aðeins staldra hér við til að rifja upp hverjir hafa verið vegir konunnar. Frá upp- hafi hefur henni verið haldið niðri eða hún vernduð, eftir því sem siðvenjur voru á hverjum tíma. Hún hefur lifað innan f jöl- skyldunnar, hópsins, og áunnið sér kosti og galla þess sem hef- ur á hendi umönnun, gæzlu, og lærir af því sem hann meðtek- ur. Hlutverk hennar var að tengja karlmanninn aftur mann- legum rótum sínum, þegar hann hafði teygt sig of langt. Konan var oft prófsteinn karlmanns- ins, svo að hann gæti séð hve langt niður eða upp hann var kominn. Ásamt karlmanninum skapaði konan mannlega ham- ingju, þar sem einskis er spurt. Með ást sinni og umhyggju skapaði hún innra öryggi, þar sem hið persónulega blómstraði. Þetta féll konunni í skaut inn- an samfélags, sem hún hafði átt lítinn þátt í að móta. Ef samfélagshættirnir fóru lir skorðum, var það henni þungt áfall, sem skóp henni ríka þörf fyrir vernd. Án verndar var hún kynferðislegt veiðidýr eða ófag- lært vinnuafl. Hún fór því smátt og smátt — á löngum, löngum tíma — að kref jast þess að hún væri talinn einstaklingur í krafti sjálfs sín. Það var dirfskufull krafa. En þróun hagkerfisins var komin á það stig, að talið var heppilegt að konur gætu séð fyrir sér sjáifar, og ef'tir nokkurt fjas og fjargveður var henni leyft að stíga fram og taka sérþá berangurslegu stöðu, sem hún skipar nú. Hvers var hægt að vænta af konunum, með slíka fortíð, slíkt hlutverk, slíka nútíð ? Hvað gera menn þegar þeir mæta erfið- leikum? Þeir kveðja alla vara- orku, allt varalið sitt til vopna. Og þetta er einmitt það, sem konan hefur gert. Hún hefur alltaf þarfnast styrks karlmann- anna, og nú kveður hún til karl- manninn innra með sér, og hann svarar kallinu. Hún gerir sjaldn- ast samning við hann; fátítt er að þau gangi til hjónabands og gefi hvoru um sig jafnan heiður. Ákall hennar er knúið fram af þörf, af ótta. Hún kall- ar niður af kastalaveggnum, að kastalinn sé óvarinn, og upp koma allir hermenn og liðtækir menn staðarins. Karleðlið tekur völdin, öðruvísi gat það ekki farið. Upp frá því felur konan í konunni sig í einhverju skúma- skoti. Hún hefur megna óbeit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.