Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 90
86
ORVAL
standa um heimili, foreldra og
systkini, þeir sýna stundum eng-
an skilning, enga samúð í erfið-
leikum annarra, þeir eru yfir-
Ieitt gersneyddir hæfileika til að
setja sig í spor annarra. Þeir
dunda fyrir framan spegilinn,
strákarnir tileinka sér ýkjufull-
ir hætti fullorðinna karlmanna,
sem eru nú mjög undir áhrifum
kvikmyndanna. Þeir vilja vera
„kaldir karlar", æðrulausir á
svip, með uppbrettan frakka-
kraga og karlmannalegt1 og
skreflangt göngulag. Þeir leika
hlutverk hinnar einmana hetju,
hins ómótstæðilega kvennagulls,
án þess að bregða svip!
Andstæðingurinn er hið borg-
aralega líf, í mynd föður, móð-
ur, systkina, kennara o. fl.
Gelgjuskeiðsunglingurinn er
ekki þakklátur nemandi, eins og
við vitum! En það er önnur
saga, sem ekki verður rædd hér.
Sami’æðutónn þessara ung-
linga er fullur sjálfshugðar,
framkoma þeirra við foreldra
og systkini yfirlætisleg fram úr
hófi, og smásmugulegar að-
finnslur kveða við í hofmóðug-
um tón. En þeir eru líka mjög
krítískir, skelfilega krítískir á
sjálfa sig.
PN við megum ekki gleyma
því, að þessi þrjózka og
sjálfshafning, þessi viðleitni til
að líkjast hinum fullorðnu, á
rætur sínar að rekja til innra
öryggisleysis, er ýkjufull við-
leitni til að vaxa inn í samfélag
fullorðinna. Bak við þetta ytra
borð leynist barnssál, sem þráir
skilning. Blíðuþörfin er rík, þó
að djúpt sé á henni.
Gelgjuskeiðsunglingar eru oft
misskildir og taldir hafa skap-
gerðarbresti, þó að hin raun-
verulega orsök hegðunar þeirra
sé sú, að þeir eru á erfiðu og
ólgumiklu þroskaskeiði, sem
skapar þeim mörg persónuleg
vandamál. Öll framkoman ein-
kennist af einni upphrópun:
„Snertið mig ekki!“ Þessa að-
stöðu verða f oreldrarnir að virða.
Þau verða að hætta að beita
sömu aðferðum og maður sem
er að temja hest sinn. Á þessu
stigi eiga foreldrarnir að halda
að sér höndum, en vera viðbúnir
að koma til hjálpar ef þörf
gerist. Þeir verða einnig að
geta dregið fjöður yfir smá-
muni og reyna að umbera láta-
læti og óhemjuskap án þess að
missa stjórn á sér. Slíkt er í
rauninni ekki eins hættulegt og
virðast kann, og ekki á sama
hátt og ef fullorönir fœru aö
haga sér pannig. Við verðum
að læra að líta á þessa innri
baráttu unglinganna og þá mið-
ur heppilegu hegðun sem henni
fylgir með heimspekilegri ró,
og minnast þess, að hér er um
tímabundið þróunarstig aö
rœða. Ef við tökum þetta rétt-
um tökum, þá „fáum við börn-
in okkar aftur“ eins og sagt er.
Smám saman.
Skilningur og þekking á
gelgjuskeiðinu er ekki sama og