Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 30

Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 30
26 ÚRVAL Á síðastliðnu ári hafa verið að koma í verzlanir sumarkjól- ar og sumarföt, síðbuxur kvenna, regnkápur, jakkar og jafnvel sundföt með viðfestu merki, er gefur til kynna, að efnið hafi verið vætt í silicon, og hrindi af þeim sökum frá sér vatni og taki ekki bletti. Aðrir eiginleikar vefnaðarins breytast ekki, og það er hægt að siliconvæta ull eigi síður en nælon, dacron og önnur gervi- efni — og þolir siliconið allt að tuttugu þvotta eða hreins- anir, ef rétt er að farið. Svip- að silicon var notað til að gera vatnsheld stígvél fjallgöngu- mannanna í Everstleiðangri Hunts ofursta. Að baki þessara óvenjulega margbreytilegu og fjölhæfu efnasambanda er starf ensks prófessors, dr. Fredericks S. Kipping, sem dó árið 1949, hálf- níræður. Kipping var mikils- metinn vísindamaður og vann í fjörutíu ár að rannsóknum og tilraunum með siliconefnasam- bönd. Upjústöðuefnið í tilraunum hans var frumefnið silisíum (sem finnst í súrefnissambönd- um í sandi) og voru tilraunirnar í því fólgnar, að búa til ýmis- konar kol-silisíum efnasambönd. Sum þessara efnasambanda reyndust lofttegundir, önnur fljótandi og nokkur föst efni, en mörg voru það sem hann kallaði ,,glerkenntmauk“, „gúm- kvoðukennd efni“ eða ,,límsull“, sem óhreinkuðu og stífluðu tæki hans. Það er nú vitað, að efnasam- bönd þessi eru langar keðjur silisíum- og súrefnisatóma og við þær tengdir ýmiskonar kol- efnisatómhópar, eins og greinar á tré. Þau voru fyrirrennarar þeirra silicona, sem nú eru mest notuð, en Kipping gerði sér litla grein fyrir þeim hagnýtu mögu- leikum, sem í þeim fólust. En meðan hinn aldni vísinda- maður var enn að glíma við ,,glermaukið“ sitt, hófu tveir hópar amerískra efnafræðinga tilraunir með þessi efni Kip- pings og lögðu með þeim grund- völl að nýjum, stórkostlegum efnaiðnaði. Annar hópurinn vann hjá Corning glerverk- smiðjunum í New York að því að búa til gler er væri þjálla og ekki eins stökkt og áður þekktist. Upp úr þessum til- raunum varð glerullar- (fiber- glas) dúkurinn til. „Glerullin ætti að geta orðið hið ákjósan- legasta efni til rafmagnsein- angrunar," sagði einn af for- stjórum Corning við dr. Frank- lin Hayde, sem staðið hafði fyrir tilraununum. Endurbót á einangrun raf- leiðslna var fyrir löngu orðin brýn nauðsyn. Lítil breyting hafði orðið á rafeinangrun þau hundrað ár sem liðin voru síð- an fyrsti rafmagnsmótorinn vai' byggður. Aðalefnin voru enn dúkur, gljákvoða og pappír. Þessi einangrunarefni þoldu illa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.