Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 7
ÆVINTÝRIÐ UM „APAFÓSTREÐ"
3
stig einhverrar útdauðrar apa-
tegundar.
P.B.: Stangast ekki þessi
fósturkenning á við aðrar
kenningar, sem uppi eru um
þróun mannsins? I öllum
kennslubókum stendur, að á
fósturstigi sínu gangi maðurinn
í gegnum hin ýmsu þróunar-
stig sín: hann sé fyrst ormur,
þá froskur, fiskur, skriðdýr og
loks spendýr. Ef þessi skoðun
er rétt, þá hlýtur maðurinn að
hafa farið gegnum apastig, en
skilji ég fósturkenninguna rétt,
þá ættu aparnir að hafa farið
gegnum þróunarstig mannsins.
J.R.: Það er rétt, að fóstur-
kenningin stangast nokkuð á
við þessar viðurkenndu skoðanir
um þróun mannsins. „Lögmál-
ið“ sem þér vitnið til — lög-
málið sem segir að þróun kyn-
stofnsins endurtaki sig í ein-
staklingnum — var lengi talin
staðfest kennisetning meðal for-
svarsmanna þróunarkenningar-
innar.
En við vitum nú, að þetta
,,lögmál“ er ekki algilt. Eigin-
leikar forfeðranna endurtaka
sig oft samkvæmt erfðalögmál-
inu — í afkomendunum. En
þessi endurtekning forföður-
legra eiginleika getur orðið ým-
ist áfram eða aftur á bak. I
fyrra tilfellinu getur fullorðins
eiginleiki forföður komið fram
á fósturstigi afkomandans, en
í seinna tilfellinu geta fóstur-
einkenni forföðurins látið sín
getið í afkomandanum fullvöxn-
um. Þannig getur þróun manns-
ins hafa verið háttað.
Við getum séð, að þessi gang-
ur þróunarinnar — neotenia
eins og hann nefnist á máli vís-
indanna* — hefur ekki aðeins
átt hlut að uppruna mannsins,
heldur einnig ýmissa annarra
dýrategunda. Dæmi: Við teljum
að skordýrin séu afkomendur
þúsundfætlanna, en þúsundfætl-
urnar —- að minnsta kosti sum-
ar þeirra — hafa á lirfustiginu
aðeins sex fætur, eins og skor-
dýrin. Hér sjáum við þá aftur
dæmi um fóstur (lifru) forföð-
ur sem er eftirmynd afkomanda,
en ekki fóstur áfkomanda sem
er eftirmynd forföður.
P. B.: Ég verð að segja að
þessi fósturkenning virðist;
næsta mótsagnarkennd í aug-
um okkar leikmanna. Hvernig
getum við hugsað okkur, að
miklar þróunarframfarir geti
orðið við ,,bernskun“ (infantili-
zation), við afturför?
J. R.: Að mínu áliti felst í
þessari tilgátu geysimikilvæg
hugmynd, sem nota má á fleiri
sviðum en líffræði. I sálfræðinni
t. d. er kenningin um framfarir
með „bernskun" að heita má al-
mennt viðurkennd. Er ekki al-
gengt að segja að forvitni
barnsins lifi áfram í vísinda-
manninum og að skáldið sé að-
eins fullorðið barn? Schopen-
* Neotenia nefnist það fyrirbrigði
þegar lirfu- eða fóstureinkenni hald-
ast eftir að dýrið hefur náð fullum
þroska. — Þýð.