Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 60
56
ÚRVAL
sem næst óuppleysanleg sam-
bönd við kalsíum. Kalsíum er
iífsnauðsynlegt fyrir beinmynd-
imina í líkamanum og fáum við
kalsíumþörf okkar fullnægt í
daglegri fæðu. En þegar oxal-
sýra er í fæðunni, bindur hún
kalsíum í óleysanleg sambönd
þannig að líkaminn getur ekki
notfært sér það.
1 100 gr. af spínati er nægi-
leg oxalsýra til þess að binda
helmingi meira kalsíum en það,
sem að jafnaði er í blóði full-
orðins manns, 4,5 lítrum. Ef
börn borða spínat að staðaldri,
veldur það óhjákvæmilega kal-
síumskorti, sem er skaðlegt, því
að kalsíumþörf barna er mikil
þegar þau eru að vaxa.
Það eykur hin óheppilegu á-
hrif oxalsýrunnar, að hún vinn-
ur gegn áhrifum D-vítamínsins
í þörmunum. D-vítamín er nauð-
synlegt til þess að þarmavegg-
irnir geti tekið kalsíum til sín
úr fæðunni. Þegar oxalsýran
dregur úr þessum áhrifum D-
vítamínsins, nýtist líkamanum
sama og ekkert kalsíum í fæð-
unni.
En kalsíumskorturinn kemur
sér ekki aðeins illa fyrir mynd-
un beins og tanna. I spínati er
allmikið af kalíum, 500 mgr. í
100 gr. Kalíum eykur næmleik
taugakerfisins og er þannig
einskonar mótvægi gegn kalsí-
um, sem dregur úr viðbragðs-
næmleik taugakerfisins. Þegar
nú oxalsýran bindur það kalsí-
um sem er í matnum, en kalí-
um fer óhindrað gegnum þarma-
veggina, raskast kalíum-kalsí-
um jafnvægið í líkamanum og
næmleiki taugakerfisins fyrir
ertingu eykst.
Þær mæður, sem haldið hafa
spínati að börnum sínum í þeirri
trú, að það sé þeim sérstaklega
hollt, ættu að leggja niður þann
sið. Hófleg spínatneyzla er að
sjálfsögðu engum til tjóns,
þvert á móti, en sem hollustu-
og heilsugjafi fyrir börn er það
ekki heppilegt.
— Magasinet.
Sex ára snáði var í afmælisveizlu leikbró'ður síns og' var að
gæða sér á rjómaís. Húsmóðirin kom með ísfatið og spurði hann
hvort hann vildi ekki meira.
Snáðinn horfði löngunaraugum á fatið. „Mamma sagði mér
að segja nei takk,“ sagði hann, „en hún hefur áreiðanlega
ekki vitað, að skammturinn yrði svona litill.“
— Spotlight.
★
Kona nokkur hafði orð á því við enska málarann og háðfugl-
inn Whistler, að landslag, sem hún hefði séð daginn áður, hefði
minnt sig á málverk eftir hann.
„Já," sagði Whistler, „náttúran er að spjara sig, finnst yður
ekki?" — English Digest.