Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 70
66
ÚRVAL
Fá dýr eru sólelskari en maurar
og þeir leggja mikið á sig til
að geta notið hennar. Ég hef
séð þá ganga kerfisbundið til
verks að því að hreinsa til ,,að
húsabaki“ hjá sér, fjarlægja
strá og laufblöð sem skyggja
á sólina. Þeh- naga í sundur
plöntustöngla niður við rótina
og draga þá burtu. Illgresi, sem
vex við vegi þeirra og skyggir
á sólina, eyða þeir með því að
spýta á það maurasýru.
itatvísi mauranna er furðu-
lega mikil. Charles D. Mitche-
ner, prófessor við Kaliforníu-
háskóla tók eitt sinn nokkra
maura, sem voru fjarri heim-
kynnum sínum, og merkti þá
með litum og fylgdist síðan með
þeim. Þegar hann límdi yfir aug-
un á þeim, reikuðu þeir um ráð-
lausir og villtir. En undir eins
og tekið hafði verið frá augun-
um áttuðu þeir sig og tóku strik-
ið beint heim. Tilraunir Mitche-
ners styðja þá skoðun, að rat-
vísi mauranna byggist á traustu
minni. Þeir virðast geta munað
eftir og þekkt aftur greinar,
blóm, steinvölur eða sprungur
i jörðinni og notað þetta sem
vegvísa.
Maurar eru ótrúlega sterkir,
miðað við stærð sína. Þeir geta
lyft 400-faldri þyngd sinni.
Verkkunnátta mauranna er
f jölbreytileg. Þeir stunda garð-
rækt, rækta korn, safna fæðu,
halda ,,kýr“ sem þeir mjólka,
setja á beit og byggja stundum
fjós yfir. Beztu bændur í ríki
skordýranna eru hinir svo-
nefndu sólhlífarmaurar.
Þeir vinna á nóttunni að því
að safna safarikum laufblöðum.
Þeim verður ekkert fyrir því
að reita allt lauf af stóru tré
á einni nóttu. Laufið brytja þeir
niður í smábita og bera þá yfir
höfði sér eins og sólhlífar; af
því draga þeir nafnið. En þeir
éta ekki þessi lauf, heldur nota
þau sem áburð í neðanjarðar-
garða sína. Þeir tyggja þau í
mauk og í þessu mauki vex sér-
stök tegund af sveppum, sem er
eina fæða sólhlífarmauranna.
I samfélagi sólhlífarmauranna
eru örsmáir garðmaurar, dálítið
stærri vinnudýr, sem grafa
göng í þúfunni, miðlungsstórir
maurar með beitta bitkróka sem
safna laufi og enn stærri víga-
maurar, sem verja búið. Drottn-
ing búsins er 100 sinnum stærri
en garðmaurarnir og annast
hana herskarar af smærri maur-
um.
Brezki skordýrafræðingurinn
R. W. Hingston gerði einu
sinni skemmtilega tilraun.
Hann skar dauða engisprettu
í þrjá hluta, annan hlut-
ann helmingi stærri en þann
fyrsta og þriðja hlutann helm-
ingi stærri en annan. Bitunum
kom hann fyrir þar sem víst
var að njósnamaurar fyndu
þá. Þrír maurar fundu brátt
hver sinn bita og sneru heim til
að sækja hjálp. Fjörutíu mín-
útum síðar taldi skordýrafræð-
ingurinn maurana, sem safnazt