Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 97
UPPREISN UM BORÐ
háseta, að þeir voru frjálsir
ferða sinna um skipið. Hins veg-
ar höfðu þeir engin mannafor-
ráð. En samkvæmt hinum ó-
skráðu lögum höfðu skytturnar
þá sérstöðu, að þeir skyldu vera
hlutlausir í öllum deilum sem
upp kunnu að koma á skipinu.
Á hvalveiðiskipum var harður
agi og því oft grunnt á því góða
milli háseta og yfirmanna. En
hver svo sem deilan var og
hversu hrottalegir sem yfir-
mennirnir voru í garð háset-
anna, var ætlazt til að skytt-
urnar létu málið afskiptalaust.
Þessi aðstaða var enn erfiðari
fyrir Samúel Comstock sökum
skapgerðar hans. Yfirmönnun-
um féll illa hroki hans og mikil-
læti, en hásetarnir dáðu hann
og litu upp til hans. En þessi
aðstaða var raunar sérlega
heppleg fyrir Comstock, þegar
hann gerði hina frægu uppreisn
sína, sem hann virðist hafa haft
lengi í huga.
Enginn veit hvenær Comstock
datt fyrst í hug að gera upp-
reisn. Ef til vill hefur það gerzt
eitthvert sinn þegar hann var
einn á verði í siglutrénu; ef til
vill hefur hann verið búinn að
hugsa málið í mörg ár, þegar
hann lét til skarar skríða í þess-
ari fjórðu veiðiför sinni. Óhætt
er að fullyrða, að hugmyndin
um uppreisn hafi hvarflað að
honum fyrr en af henni varð.
Taumlaus hroki hans og skap-
ofsi hljóta að hafa valdið á-
rekstrum við yfirmennina. En
9'&
hann hratt ekki fyrirætlun sinni
í framkvæmd, fyrr en hann
sigldi sem hvalaskytta með Tóm-
asi Worth skipstjóra.
Worth var skipstjóri á hval-
veiðiskipinu Globe, sem lét úr
höfn í Edgartown 15. desember
1822. Sjómenn þeirra tíma voru
að vísu ekki eins hjátrúarfullir
og af er látið; þó höfðu menn
fyrir satt, að ráða mætti af ýms_
um fyrirboðum, hvort sjóferð
gengi vel eða illa.Hinir illufyrir-
boðarlétuekkiásérstanda.Globe
var ekki fyrr komið út úr höfn-
inni en alvarleg bilun varð á
skipinu, og neyddist skipstjóri
til að sigla aftur til lands. Dag-
inn eftir var aftur látið úr höfn,
en þá hreppti skipið mótbyr og
varð að hleypa undan veðrinu
upp að ströndinni. Þegar Globe
var komið út á mitt Atlantsaf
eftir tólf daga siglingu, gerði
ofsaveður. Veðrið stóð í tvo
daga og var skipið í mikilli hættu
statt; það var aðeins fyrir dugn-
að og þrautseigju manna eins
og Comstocks að Globe hélzt
ofansjávar. Á leiðinni suður At-
lantshaf, fyrir suðurodda Ame-
ríku og norður Kyrrahaf, sáust
aðeins tveir hvalir. Það var eng-
um efa bundið, að þetta voru
allt illir fyrirboðar. Sigling
Globe var áreiðanlega feigðar-
för.
Var Worth skipstjóra þetta
ljóst? Stafaði hrottaskapur
hans af því að förin gekk ekki
að óskum? Nokkrir hásetar
kvörtuðu yfir fæðihu þegar